Valur er enn með tveggja stiga forystu í Bestu deild kvenna eftir leikina sem fóru fram í dag.
Valur vann Þrótt 2-1 á heimavelli en Þróttur hefur spilað vel í sumar og er í þriðja sæti deildarinnar með 24 stig.
Eftir sigurinn er Valur með 32 stig á toppnum, tveimur stigum á undan Breiðabliki sem er með 30 stig.
Blikar voru ekki í vandræðum með sitt verkefni og unnu Selfoss sannfærandi 4-0 á Kópavogsvelli.
Selfoss er á botni deildarinnar með aðeins tíu stig og hefur aðeins skorað átta mörk í 14 leikjum.
Valur 2 – 1 Þróttur R.
0-1 Sierra Marie Lelii
1-1 Þórdís Elva Ágústsdóttir
2-1 Berglind Rós Ágústsdóttir
Breiðablik 4 – 0 Selfoss
1-0 Agla María Albertsdóttir
2-0 Andrea Rut Bjarnadóttir
3-0 Bergþóra Sól Ásmundsdóttir
4-0 Linli Tu