Lionel Messi mun fá að spila kveðjuleik á Nou Camp, heimavelli Barcelona, segir meðeigandi Inter Miami, Jorge Mas.
Messi vildi snúa aftur til Barcelona í sumar sem var ekki möguleiki og gerði frekar samning við Miami í Bandaríkjunum.
Messi lék nánast allan sinn feril með Börsungum en samdi svo við Paris Saint-Germain í tvö tímabil.
Það er von margra að Messi kveðji íþróttina með leik á Nou Camp þar sem ferill hans fór af stað og er útlit fyrir að það verði raunin.
,,Ég veit ekki hvort það verði vináttuleikur eða kveðjuleikur. Eitthvað mun gerast og vonandi þegar nýi Camp Nou opnar,“ sagði Mas.
,,Þeir munu ekki notast við völlinn næsta eina og hálfa árið en vonandi eftir þann tíma getur Messi kvatt almennilega.“