Rasmus Hojlund, framherji Atalanta, vill fara til Manchester United í sumar þrátt fyrir tilboð Paris Saint-Germain í gær.
Danski framherjinn hefur verið sterklega orðaður við Manchester United og lagði félagið í fyrradag fram munnlegt tilboð í hann. Hljóðaði það upp á 50 milljónir evra með möguleika á 10 milljónum til viðbótar.
Tilboð PSG í gær hljóðaði svo upp á 50 milljónir evra.
Atalanta vill hins vegar 70 milljónir evra fyrir framherjann, sem skoraði átta mörk í Serie A á síðustu leiktíð.
United leiðir kapphlaupið enn þrátt fyrir tilboð PSG en Hojlund hefur þegar samið um sín kjör við enska félagið. Tlboð PSG hafði því engin áhrif á huga Hojlund sem ætlar sér á Old Trafford.
United þarf hins vegar að greiða uppsett verð.
Rasmus Højlund wants Man United, it’s very clear since day one of negotiations and these final days of the week could be crucial 🚨🔴 #MUFC
PSG bid hasn’t changed Højlund mind at this stage: priority Man Utd, club set for new round of talks w/Atalanta.
Up to Man United now. pic.twitter.com/ToYbt4Mvng
— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) July 28, 2023