fbpx
Mánudagur 01.september 2025
433Sport

Fulltrúar Al Hilal mættir til Parísar – Útskýrt hvernig leikar standa

Helgi Fannar Sigurðsson
Miðvikudaginn 26. júlí 2023 12:00

Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fulltrúar Al Hilal eru mættir til Parísar í þeirri von um að sannfæra Kylian Mbappe um að ganga til liðs við sig.

Sádi-Arabíska félagið lagði fram mettilboð upp á 300 milljónir evra í Mbappe í vikunni. Paris Saint-Germain samþykkti tilboðið en ekki er talið líklegt að Mbappe sjálfur vilji fara til Sádí, þó svo að fjöldi stjarna hafi haldið þangað í sumar.

Mbappe á í opinberu stríði við PSG. Hann á ár eftir af samningi sínum við félagið og ætlar sér frítt frá félaginu næsta sumar. Félagið er brjálað út í hann og telur Mbappe þegar hafa samið um að fara frítt til Real Madrid næsta sumar.

Al Hilal er hins vegar til í að bjóða Mbappe 200 milljónir evra fyrir aðeins eitt ár hjá félaginu og leyfa honum svo að fara til Real Madrid. Þá gæti hann þénað allt að 700 milljónir evra með auglýsingasamningum og öðrum.

Fulltrúar Al Hilal eru, sem fyrr segir, staddir í París að kynna plan sitt fyrir Mbappe sem gæti endað í Sádi-Arabíu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Chilwell gæti tekið mjög óvænt skref

Chilwell gæti tekið mjög óvænt skref
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Romano búinn að smella ‘Here we go’ á skipti Isak

Romano búinn að smella ‘Here we go’ á skipti Isak
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Haraldur Árni rekinn frá Grindavík – Marko og Anton taka við

Haraldur Árni rekinn frá Grindavík – Marko og Anton taka við
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Virtist hafa engan áhuga og fór beint í símann eftir komuna – Fær mikla gagnrýni á samskiptamiðlum

Virtist hafa engan áhuga og fór beint í símann eftir komuna – Fær mikla gagnrýni á samskiptamiðlum
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Mætt til leiks með því markmiði að meiða einhvern: Einn sást á hækjum eftir viðureignina – ,,Skrúfurnar voru löglegar“

Mætt til leiks með því markmiði að meiða einhvern: Einn sást á hækjum eftir viðureignina – ,,Skrúfurnar voru löglegar“
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Besta deildin: Botnliðin töpuðu bæði – KR fékk stig á Ísafirði

Besta deildin: Botnliðin töpuðu bæði – KR fékk stig á Ísafirði