Fulltrúar Al Hilal eru mættir til Parísar í þeirri von um að sannfæra Kylian Mbappe um að ganga til liðs við sig.
Sádi-Arabíska félagið lagði fram mettilboð upp á 300 milljónir evra í Mbappe í vikunni. Paris Saint-Germain samþykkti tilboðið en ekki er talið líklegt að Mbappe sjálfur vilji fara til Sádí, þó svo að fjöldi stjarna hafi haldið þangað í sumar.
Mbappe á í opinberu stríði við PSG. Hann á ár eftir af samningi sínum við félagið og ætlar sér frítt frá félaginu næsta sumar. Félagið er brjálað út í hann og telur Mbappe þegar hafa samið um að fara frítt til Real Madrid næsta sumar.
Al Hilal er hins vegar til í að bjóða Mbappe 200 milljónir evra fyrir aðeins eitt ár hjá félaginu og leyfa honum svo að fara til Real Madrid. Þá gæti hann þénað allt að 700 milljónir evra með auglýsingasamningum og öðrum.
Fulltrúar Al Hilal eru, sem fyrr segir, staddir í París að kynna plan sitt fyrir Mbappe sem gæti endað í Sádi-Arabíu.
Al Hilal delegation, in Paris this week as they want to propose their plan to Kylian Mbappé 🔵🇸🇦
◉ Chance to join for just one year then leave in 2024.
◉ €200m fixed salary plus commercial deals/image rights up to €700m.⚪️ PSG sources still feel he agreed with Real Madrid. pic.twitter.com/8cPBsm3Mkt
— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) July 26, 2023