fbpx
Miðvikudagur 06.ágúst 2025
Fréttir

Tveir bændur kærðir til lögreglu fyrir að óhlýðnast yfirdýralækni

Jakob Snævar Ólafsson
Miðvikudaginn 26. júlí 2023 10:09

Mynd: Eyþór Árnason.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Samkvæmt tilkynningu Matvælastofnunar hefur hún kært tvo bændur á Norðurlandi vestra til lögreglu fyrir að hundsa fyrirmæli yfirdýralæknis.

Segir í tilkynningunni að bændurnir tveir hafi neitað að afhenda stofnuninni kindur sem þeir höfðu fengið frá nágrannabæ en á þeim bæ hafi allt fé verið skorið niður vegna riðusmits.

Það er álit stofnunarinnar að með synjun sinni stofni bændurnir sem umræðir ekki aðeins heilsu dýra sinna í hættu heldur einnig heilsu sauðfjár í eigu annarra þ.e. fjár sem hefur samgang við þeirra fé.

Enn fremur kemur fram í tilkynningunni að samkvæmt dýrasjúkdómalögum er refsivert að brjóta gegn fyrirmælum gefnum samkvæmt lögum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Högg í maga Valsara
Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Dularfullt mál í Fellabæ – Búið að skera hring í rúðuna – „Þetta er stór undarlegt“

Dularfullt mál í Fellabæ – Búið að skera hring í rúðuna – „Þetta er stór undarlegt“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Segir samkeppni skorta á lánamarkaði og hagnaður bankanna komi úr vösum viðskiptavina

Segir samkeppni skorta á lánamarkaði og hagnaður bankanna komi úr vösum viðskiptavina
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Barn féll í sjóinn við Reynisfjöru

Barn féll í sjóinn við Reynisfjöru