Christopher Nkunku er með skilaboð til stjóra liðsins, Mauricio Pochettino, fyrir komandi leiktíð.
Nkunku gekk í raðir Chelsea í sumar frá RB Leipzig en hann er fjölhæfur leikmaður og getur spilað á vængnum sem og fyrir miðju í framlínunni.
Nkunku skoraði í 5-0 sigri á Wrexham í vikunni þar sem hann fékk að spila sem framherji og skoraði svo aftur þar gegn Brighton í gær.
Það er staðan sem Nkunku vill leysa næsta vetur með liðinu og kallar stöðuna ‘hans stöðu.’
,,Við skoruðum fimm mörk og fengum ekkert á okkur sem er gott fyrir sjálfstraustið. Ég er hrifinn af því að spila í þessari stöðu,“ sagði Nkunku.
,,Ég vil hafa frelsi til að hreyfa mig og geta fært mig inn í svæðin. Þetta er mín staða. Ég var hæstánægður.“
,,Ég er nýr leikmaður og vil eiga gott samband við alla og kynnast öllum. Þetta verður mikilvægt fyrir komandi leiki.“