Annar af eigendum Wrexham, Rob McElhenney, er vongóður um að félagið verði í efstu deild Englands eftir aðeins fimm ár.
Wrexham leikur í fjórðu efstu deild Englands en liðið tryggði sér sæti í þeirri deild á síðasta tímabili.
McElhenney er annar af eigendum Wrexham en hinn er Ryan Reynolds og hafa þeir báðir gert það gott sem leikarar í Hollywood.
Wrexham mætti Chelsea í æfingaleik í Bandaríkjunum í vikunni og tapaði nokkuð sannfærandi, 5-0.
McElhenney er þó viss um að það sé möguleiki á að þessi lið muni mætast aftur eftir fimm ár – og þá að Wrexham verði í efstu deild.
Thank you @ChelseaFC !!!! Hopefully we’ll see you again in 5 years or so 🙂
— Rob McElhenney (@RMcElhenney) July 20, 2023