Eins og greint hefur verið frá er Liverpool að eltast við miðjumanninn Cheick Doucoure sem leikur með Crystal Palace.
Doucoure kom til Palace fyrir aðeins 12 mánuðum síðan en hann var keyptur fyrir 26 milljónir punda frá Lille.
Doucoure er 23 ára gamall og hefur Palace engan áhuga á að selja strákinn í sumar.
Til að losna við Liverpool hefur Palace ákvað að skella 70 milljóna punda verðmiða á Doucoure sem er einnig orðaður við PSG.
Ólíklegt er að Liverpool borgi þá upphæð fyrir leikmanninn sem á fjögur ár eftir af samningi sínum.