Það fór fram alveg ótrúlegur leikur í Lengjudeild karla í kvöld er topplið Aftureldingar spilaði við Selfoss.
Afturelding var svo sannarlega í miklum ham í þessum leik og skoraði níu mörk, já níu gegn engu frá Selfyssingum.
Elmar Kári Enesson Cogic skoraði fimm mörk fyrir Aftureldingu sem er með níu stiga forskot á toppnum.
Í öðru sæti er Fjölnir með 26 stig en Fjölnismenn unnu sannfærandi 5-1 sigur á Ægi einnig í kvöld.
ÍA er í þriðja sæti með 24 stig eftir góðan útisigur á Grindavík og þá tapaði Njarðvík 3-1 heima gegn Gróttu.
Afturelding 9 – 0 Selfoss
1-0 Ásgeir Marteinsson
2-0 Elmar Kári Enesson Cogic
3-0 Aron Elí Sævarsson
4-0 Elmar Kári Enesson Cogic
5-0 Elmar Kári Enesson Cogic
6-0 Andri Freyr Jónasson
7-0 Elmar Kári Enesson Cogic
8-0 Hrafn Guðmundsson
9-0 Elmar Kári Enesson Cogic
Grindavík 0 – 2 ÍA
0-1 Indriði Áski Þorlákssonm
0-2 Hlynur Sævar Jónsson
Njarðvík 1 – 3 Grótta
0-1 Aron Bjarki Jósepsson
1-1 Rafael Victor
1-2 Grímur Ingi Jakobsson
1-Patrik Orri Pétursson
Fjölnir 5 – 1 Ægir
1-0 Bjarni Gunnarsson
2-0 Orri Þórhallsson
3-0 Óliver Dagur Thorlacius
4-0 Máni Austmann Hilmarsson (víti)
4-1 Dimitrije Cokic