Marseille í Frakklandi hefur staðfest komu sóknarmannsins Pierre Emerick Aubameyang frá Chelsea.
Um er að ræða skipti sem hafa legið í loftinu undanfarna daga en Chelsea vildi losna við Aubameyang sem fyrst.
Gabon-maðurinn skrifar undir þriggja ára samning við Marseille en hann er í dag 34 ára gamall.
Aubameyang er þekktastur fyrir tíma sinn hjá Dortmund og Arsenal en hlutirnir gengu ekki beint upp hjá Chelsea.
Talið er að Marseille borgi ekki upphæð fyrir Aubameyang en tekur þó yfir allan hans launapakka.