Það eru ekki allir leikmenn sem hafa það í sér að hafna því að ganga í raðir stórliðs á Englandi.
Allir leikmenn eru þó ekki eins og markmaðurinn Altay Bayindir sem leikur með Fenerbahce.
Manchester United ákvað að nýta sér kaupákvæði í samningi Bayindirr og bauð 5,2 milljónir punda í leikmanninn.
Bayindir vissi þó af því að Man Utd væri að kaupa Andre Onana frá Inter Milan en hann var staðfestur sem nýr leikmaður liðsins í gær.
Tyrknenski markmaðurinn þakkaði pent fyrir sig og neitaði því að ræða við Man Utd en hann er aðalmarkvörður Fenerbahce.
Bayindir hefur engan áhuga á því að vera varamarkvörður á Old Trafford og vill frekar festa sig í sessi sem aðalmarkvörður Tyrklands til næstu ára.
Tyrknenski miðillinn Posta Report greinir frá þessu en Bayindir er 25 ára gamall og hefur undanfarin fjögur ár verið númer eitt hjá sínu félagsliði.