Ange Postecoglou knattspyrnustjóri Tottenham vonast til að málefni Harry Kane verði leyst innan tíðar, hann vill ekki að sagan verði endalaus.
Kane hefur látið Tottenham vita að hann muni ekki skrifa undir nýjan samning, núverandi samningur rennur út eftir ár.
FC Bayern hefur lagt fram tvö tilboð og segist Ange Postecoglou vera orðinn stressaður.
„Ég er ekki rólegur yfir þessu, Kane er mikilvægur hluti af þessu félagi. Ekki bara fyrir liðið heldur allt félagið,“ segir Ange Postecoglou.
„Við verðum að taka á þessu, þetta má ekki taka of langan tíma þar til lausn finnst. Það er ekki gott fyrir Harry, ekki gott fyrir okkur.“
„Ég set þó engan tímaramma á þetta, það býr bara til meiri pressu. Við viljum sjá hlutina gerast á réttum hraða og eðlilega.“