Manchester City er að selja Riyad Mahrez til Sádí Arabíu en þessi 33 ára kantmaður fer í læknisskoðun hjá Al Ahli í dag.
City fær um 30 milljónir punda í kassann fyrir Mahrez og vill Pep Guardiola fylla í hans skarð.
Enska blaðið Mirror segir að City sé að skoða það að kaupa Raphinha kantmann Barcelona.
Er kantmaðurinn frá Brasilíu til sölu fyrir 40 milljónir punda en hann átti erfitt fyrsta ár á Spáni.
Raphinha þekkir enska boltann vel en hann blómstraði hjá Leeds áður en Barcelona festi kaup á honum í fyrra.