fbpx
Miðvikudagur 16.júlí 2025
433Sport

Ryan Giggs vill ólmur komast í starf eftir að hafa verið hreinsaður í gær

Hörður Snævar Jónsson
Miðvikudaginn 19. júlí 2023 16:00

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Enskir miðlar segja að Ryan Giggs fyrrum leikmaður Manchester United vilji ólmur komast í starf sem þjálfari á næstunni eftir að hafa verið hreinsaður af ásökunum í gær.

Saksóknari í Manchester felldi málið niður í gær en Giggs var sakaður um ofbeldi í nánastu sambandi

Málið átti að fara fyrir dóm í lok júlí en saksóknari ákvað að fara ekki með málið lengra og felldi það niður.

Giggs var sakaður um líkamlegt ofbeldi sem átti að hafa átt sér stað árið 2020. Þá var Giggs sakaður um að beita Kate Greville, fyrrverandi kærustu sína, andlegu ofbeldi á árunum 2017-2020.

Giggs hélt alltaf fram sakleysi sínu en nú er ljóst að málið fer ekki lengra í kerfinu. Stór ástæða þess var að Greville neitaði að bera vitni lengur og taldi framgöngu málsins vera skrípaleik.

Giggs var þjálfari Wales þegar málið kom upp en þurfti að láta af störfum á meðan rannsókn fór fram. Hann vill nú finna sér nýtt starf sem fyrst.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Afi í fyrsta sinn og er í skýjunum – Hinn afinn fastur í fangelsi og er sagður stjórna glæpagengi

Afi í fyrsta sinn og er í skýjunum – Hinn afinn fastur í fangelsi og er sagður stjórna glæpagengi
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Guardiola lætur þessa sex leikmenn vita að þeir geti farið í sumar

Guardiola lætur þessa sex leikmenn vita að þeir geti farið í sumar
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Telur sig hafa séð geimverur þegar hún var í einkaflugvél með manni sínum – Sjáðu myndina

Telur sig hafa séð geimverur þegar hún var í einkaflugvél með manni sínum – Sjáðu myndina
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Leicester búið að ráða eftirmann Van Nistelrooy

Leicester búið að ráða eftirmann Van Nistelrooy
433Sport
Í gær

Tók bara við starfinu vegna Ronaldo

Tók bara við starfinu vegna Ronaldo
433Sport
Í gær

Játar að hafa slegið stórstjörnuna í andlitið – Dæmdur í langt bann

Játar að hafa slegið stórstjörnuna í andlitið – Dæmdur í langt bann
433Sport
Í gær

Setja miðjumann Aston Villa efstan á óskalista

Setja miðjumann Aston Villa efstan á óskalista
433Sport
Í gær

Haukar semja við markvörð sem Liverpool hafði áhuga á

Haukar semja við markvörð sem Liverpool hafði áhuga á