fbpx
Laugardagur 18.maí 2024
Fréttir

Inga Sæland hvetur fólk til að heimsækja sveitabæ og taka myndir af blóðtöku úr hryssum

Ritstjórn DV
Þriðjudaginn 18. júlí 2023 16:00

Inga Sæland

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Inga Sæland, alþingismaður og formaður Flokks fólksins, hefur oft lýst yfir mikilli andstöðu við blóðmerahald. Það gengur í meginatriðum út á að blóð er tekið úr hryssum sem ganga með folöld og það nýtt til að framleiða frjósemislyf sem notað er í svínarækt. Hryssurnar eru þá látnar ganga með folöldin fyrst og fremst í þessum tilgangi.

Nokkurt uppnám varð hér á landi árið 2021 þegar svissnesk dýraverndunarsamtök birtu myndband af blóðmerahaldi á íslenskum sveitabæ sem sýndi illa meðferð á hryssum. Inga var meðal þeirra sem lýstu yfir andstyggð á blóðmerahaldi og vildi að það yrði bannað. Hún hefur lýst yfir mikilli óánægju með að Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra hafi ákveðið að það yrði áfram leyft. Ísland er eina Evrópuríkið þar sem blóðmerahald er stundað.

Í færslu á Facebook-síðu sinni fyrir um tveimur klukkustundum síðan hvetur Inga alla sem eiga leið um Skagafjörð til að koma við á bænum „Hjaltabaka“ þar sem fram fari blóðtaka úr hundruðum fylfullra hryssa í eigu fyrirtækisins Ísteka. Hún segir að forstjóri fyrirtækisins og á þar væntanlega við Arnþór Guðlaugsson hafi sagst ekkert hafa að fela. Inga segir að af því megi ráða að: „Við séum öll velkomin til að fylgjast með blóðtökunni og taka myndir.“

Í upphaflegri útgáfu færslunnar var Inga með hvatninguna til heimsókna á bæinn í færslunni sjálfri en hefur nú tekið hana út en sett hana í staðinn við athugasemd við færsluna.

Það er hins vegar ekki fyllilega ljóst hvaða sveitabæ Inga á nákvæmlega við. Bærinn Hjaltabakki er staðsettur við Húnafjörð en ekki Skagafjörð. Í lögbýlaskrá er enginn sveitabær með þessu nafni skráður í sveitarfélaginu Skagafirði.

Færslu Ingu og skjáskot af upphaflegri færslu hennar má sjá hér að neðan.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Lýsir yfir áhyggjum af vanþekkingu forsetaframbjóðenda

Lýsir yfir áhyggjum af vanþekkingu forsetaframbjóðenda
Fréttir
Í gær

Þorgerður Katrín las Bjarna pistilinn: „Ég vil hvetja fólk til þess að skoða heimabankann hjá sér“

Þorgerður Katrín las Bjarna pistilinn: „Ég vil hvetja fólk til þess að skoða heimabankann hjá sér“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Stöð 2 veldur Helgu vonbrigðum

Stöð 2 veldur Helgu vonbrigðum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Tommi ómyrkur í máli: Þetta er fólkið sem sagði nei – Banvænt aðgerðarleysi ríkisstjórnarinnar

Tommi ómyrkur í máli: Þetta er fólkið sem sagði nei – Banvænt aðgerðarleysi ríkisstjórnarinnar