fbpx
Fimmtudagur 18.september 2025
Fréttir

Tveggja lítilla barna saknað eftir að móðir þeirra drukknaði

Jakob Snævar Ólafsson
Þriðjudaginn 18. júlí 2023 14:01

Myndin tengist fréttinni ekki beint.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bandaríski fjölmiðillinn People sagði í gær frá móður frá Suður Karólínu-ríki í Bandaríkjunum sem var ásamt fjölskyldu sinni í heimsókn í Pennsylvaníu-ríki um síðastliðna helgi. Skall þá skyndilegt og kraftmikið flóð á veginum þar sem fjölskyldan var að keyra með þeim afleiðingum að móðirinn og fimm manns úr öðrum bílum drukknuðu.

Fjölskyldan var á leið í grillveislu og var að aka eftir vegi nærri bænum Upper Makefield Township.

Að sögn slökkviliðsstjóra bæjarins var vatnsstraumurinn mikill og kröftugur. Fjölskyldan reyndi að komast undan straumnum með því að faðirinn greip elsta barnið, fjögurra ára gamlan dreng, en móðirin og amman gripu yngri börnin tvö sem eru tveggja ára og níu mánaða. Faðirinn og drengurinn komust undan en vatnið sópaði móðurinni, ömmunni og yngri börnunum með sér.

Móðirin fannst látin, amman lifði af en litlu börnin hafa enn ekki fundist. Nöfn þeirra hafa ekki verið gefin upp.

Að sögn slökkviliðsstjórans var gífurleg rigning orsök þessa skyndilega hamfaraflóðs. Alls féll tæplega 178 millimetra úrkoma á 45 mínútum á svæðinu sem fjölskyldan var að ferðast um en til samanburðar má nefna að úrkoma síðasta árs, í heild sinni, í Reykjavík mældist 1062,4 millimetrar.

Slökkviliðsstjórinn sem býr yfir áratuga reynslu af björgunarstörfum segist aldrei hafa séð slíkt flóð. Vatnið hefði skollið á veginum af ótrúlegum hraða og krafti.

Að hans sögn er leitin að börnunum víðtæk og eru m.a. hundar, kafarar og drónar nýttir og nokkur hundruð björgunarmenn taka þátt.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Þættir um íslenskt grín fengu enga endurgreiðslu – Skýringar á því voru ófullnægjandi

Þættir um íslenskt grín fengu enga endurgreiðslu – Skýringar á því voru ófullnægjandi
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Sæþór segir að Sanna sé ekki vinsæl innan Sósíalistaflokksins – „Ekki hægt að hafa fulltrúa sem vinnur ekki með flokknum“

Sæþór segir að Sanna sé ekki vinsæl innan Sósíalistaflokksins – „Ekki hægt að hafa fulltrúa sem vinnur ekki með flokknum“
Fréttir
Í gær

Borgarfulltrúi Framsóknar segir að krafan um bílastæði sé eðlileg – „Reykjavík er ekki Kaupmannahöfn eða Osló“

Borgarfulltrúi Framsóknar segir að krafan um bílastæði sé eðlileg – „Reykjavík er ekki Kaupmannahöfn eða Osló“
Fréttir
Í gær

Uppnám í Hafnarfirði – Félagi eldri borgara úthýst um næstu áramót

Uppnám í Hafnarfirði – Félagi eldri borgara úthýst um næstu áramót
Fréttir
Í gær

Fékk neitun um ríkisborgararétt vegna 10 þúsund króna

Fékk neitun um ríkisborgararétt vegna 10 þúsund króna
Fréttir
Í gær

Sviplegt fráfall – Söngvari At the Gates látinn aðeins 52 ára að aldri

Sviplegt fráfall – Söngvari At the Gates látinn aðeins 52 ára að aldri
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Fyrrverandi fallhlífarhermaður fyrir dóm vegna morða sem áttu sér stað fyrir rúmum 50 árum

Fyrrverandi fallhlífarhermaður fyrir dóm vegna morða sem áttu sér stað fyrir rúmum 50 árum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

„Bleika slaufan hefur alltaf snert við mér“

„Bleika slaufan hefur alltaf snert við mér“