fbpx
Miðvikudagur 30.apríl 2025
Fréttir

Tveggja lítilla barna saknað eftir að móðir þeirra drukknaði

Jakob Snævar Ólafsson
Þriðjudaginn 18. júlí 2023 14:01

Myndin tengist fréttinni ekki beint.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bandaríski fjölmiðillinn People sagði í gær frá móður frá Suður Karólínu-ríki í Bandaríkjunum sem var ásamt fjölskyldu sinni í heimsókn í Pennsylvaníu-ríki um síðastliðna helgi. Skall þá skyndilegt og kraftmikið flóð á veginum þar sem fjölskyldan var að keyra með þeim afleiðingum að móðirinn og fimm manns úr öðrum bílum drukknuðu.

Fjölskyldan var á leið í grillveislu og var að aka eftir vegi nærri bænum Upper Makefield Township.

Að sögn slökkviliðsstjóra bæjarins var vatnsstraumurinn mikill og kröftugur. Fjölskyldan reyndi að komast undan straumnum með því að faðirinn greip elsta barnið, fjögurra ára gamlan dreng, en móðirin og amman gripu yngri börnin tvö sem eru tveggja ára og níu mánaða. Faðirinn og drengurinn komust undan en vatnið sópaði móðurinni, ömmunni og yngri börnunum með sér.

Móðirin fannst látin, amman lifði af en litlu börnin hafa enn ekki fundist. Nöfn þeirra hafa ekki verið gefin upp.

Að sögn slökkviliðsstjórans var gífurleg rigning orsök þessa skyndilega hamfaraflóðs. Alls féll tæplega 178 millimetra úrkoma á 45 mínútum á svæðinu sem fjölskyldan var að ferðast um en til samanburðar má nefna að úrkoma síðasta árs, í heild sinni, í Reykjavík mældist 1062,4 millimetrar.

Slökkviliðsstjórinn sem býr yfir áratuga reynslu af björgunarstörfum segist aldrei hafa séð slíkt flóð. Vatnið hefði skollið á veginum af ótrúlegum hraða og krafti.

Að hans sögn er leitin að börnunum víðtæk og eru m.a. hundar, kafarar og drónar nýttir og nokkur hundruð björgunarmenn taka þátt.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 9 klukkutímum

Vilhjálmur sár eftir freklega innrás í einkalíf hans – „Dætur mínar tvær eru í viðkvæmri stöðu“

Vilhjálmur sár eftir freklega innrás í einkalíf hans – „Dætur mínar tvær eru í viðkvæmri stöðu“
Fréttir
Fyrir 11 klukkutímum

„Mér þótti mjög leiðinlegt að útskýra fyrir syni mínum að samfélagið virkaði því miður ekki svona“

„Mér þótti mjög leiðinlegt að útskýra fyrir syni mínum að samfélagið virkaði því miður ekki svona“
Fréttir
Í gær

Davíð varð olnbogabarn skólakerfisins eftir höfuðhögg sem hann varð fyrir 9 mánaða gamall – Kallar eftir breytingum því við hljótum að vera að gera eitthvað vitlaust

Davíð varð olnbogabarn skólakerfisins eftir höfuðhögg sem hann varð fyrir 9 mánaða gamall – Kallar eftir breytingum því við hljótum að vera að gera eitthvað vitlaust
Fréttir
Í gær

Lögreglumaður leystur undan vinnuskyldu eftir fyrirspurn frá Kveik – Grunaður um persónunjósnir gegn greiðslu

Lögreglumaður leystur undan vinnuskyldu eftir fyrirspurn frá Kveik – Grunaður um persónunjósnir gegn greiðslu
Fréttir
Í gær

Minnir á að símar og akstur fara ekki saman eftir óhugnanlegt slys ungrar dóttur sinnar á sunnudag

Minnir á að símar og akstur fara ekki saman eftir óhugnanlegt slys ungrar dóttur sinnar á sunnudag
Fréttir
Í gær

Bandarískur ferðamaður sýndi hvað 7 daga frí á Íslandi kostaði hana

Bandarískur ferðamaður sýndi hvað 7 daga frí á Íslandi kostaði hana
Fréttir
Í gær

Segir samskiptaráðgjafa ÍSÍ hafa platað sig í viðtal og horft fram hjá 75 jákvæðum umsögnum – „Mér finnst glæpur, þetta álit“

Segir samskiptaráðgjafa ÍSÍ hafa platað sig í viðtal og horft fram hjá 75 jákvæðum umsögnum – „Mér finnst glæpur, þetta álit“
Fréttir
Í gær

Þorbjörg svarar Guðna: Segir hann hafa gleymt sér og ekki tekið eftir öllu þessu

Þorbjörg svarar Guðna: Segir hann hafa gleymt sér og ekki tekið eftir öllu þessu