Inter Milan hefur dregið sig úr kapphlaupinu um framherjann Romelu Lukaku og ætlar ekki að fá hann í sínar raðir í suimar.
Frá þessu greina ítalskir miðlar en Lukaku var í láni hjá Inter á síðustu leiktíð frá Chelsea og skoraði þar 14 mörk í 37 leikjum.
Chelsea vill losna við Lukaku í sumar og hefur Belginn rætt við Juventus um að ganga í raðir félagsins.
Það gerði allt vitlaust á skrifstofu Inter sem hefur reynt að ná samkomulagi við Lukaku í margar vikur.
Inter bauð 27,5 milljónir punda í Lukaku í vikunni en Chelsea vill fá 34 milljónir punda fyrir leikmanninn.
Útlit er fyrir að Juventus gæti verið næsti áfangastaður Lukaku og er Inter alls ekki sátt með vinnubrögð hans og horfir annað.