Anthony Elanga er til sölu í sumar og þurfa félög ekki að borga of háa upphæð fyrir sænska landsliðsmanninn.
Frá þessu greinir Manchester Evening News en Elanga virðist eiga enga framtíð fyrir sér á Old Trafford.
Samkvæmt MEN er Elanga fáanlegur fyrir 10 milljónir punda en hann er ekki inni í myndinni hjá Erik ten Hag, stjóra Man Utd.
Elanga er enn aðeins 21 árs gamall og hefur sterklega verið orðaður við Everton undanfarna daga.
Elanga var nálægt því að semja við Everton í janúar en Man Utd ákvað að lokum að hætta við þann lánssamning.