Íslenska kvennalandsliðið tók á móti því finnska í vináttuleik í Laugardalnum í kvöld.
Íslenska liðið var mun öflugra framan af en finnska liðið tók við sér þegar leið á og tókst að skora með marki Eveliina Summaren af löngu færi á 27. mínútu.
Stelpurnar okkar voru þrátt fyrir þetta töluvert betri aðilinn í fyrri hálfleiknum en tókst ekki að nýta fjölda færa sinna.
Íslenska liðið kom ekki nægilega vel inn í seinni hálfleik og Finnar sáttir með stöðuna. Gestirnir tvöfölduðu forskot sitt með marki Jutta Rantala á 66. mínútu.
Ísland svaraði hins vegar um hæl og skoraði Berglind Rós Ágústsdóttir eftir frábæra aukaspyrnu Karólínu Leu Vilhjálmsdóttur.
Nær komst liðið hins vegar ekki og loktölur 1-2 fyrir gestina.
Hér að neðan má sjá einkunnir leikmanna Íslands í leiknum.
Telma Ívarsdóttir – 4
Virkaði heldur óörugg á köflum.
Guðrún Arnardóttir – 4
Átti að gera betur í öðru marki Finna.
Glódís Perla (63′) – 6
Fyrirliðinn gerði sitt nokkuð vel og örugglega áður en hún fór af velli.
Anna Björk – 5
Allt í lagi frammistaða en varnarleikur Íslands í heild var á köflum ekki nógu góður.
Agla María (82′) – 5
Allt í lagi, ekki gott.
Alexandra Jóhannsdóttir (46′) – 4
Of auðvelt að spila í gegnum miðju Íslands í fyrri hálfleik.
Selma Sól – 5
Ekki spes fyrri hálfleikur þar sem auðvelt var að spila í gegnum okkar lið. Vann aðeins á í þeim seinni.
Karólína Lea (69′) – 6
Sýndi fína spretti og átti frábæra stoðsendingu rétt áður en hún fór á velli. Vantaði stundum upp á að tengja betur við fremstu menn.
Elísa Viðarsdóttir – 6
Skilaði fínu dagsverki.
Svava Rós – 4 (82′)
Kom afar lítið úr henni.
Sveindís Jane (63′) – 6
Veldur miklum usla og kemur sér í góðar stöður en nýtir ekki færin.
Varamenn
Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir (46′) – 5
Ágætis innkoma hjá reynsluboltanum.
Berglind Rós (63′) – 6
Kom af krafti inn í leikinn og skoraði. Leit þó illa út í öðru marki Finna.
Hlín Eiríksdóttir (63′) – 5
Tók tíma að koma sér inn í leikinn en vann á í restina.
Hildur Antonsdóttir (69′) – 5
Aðrar spiluðu of lítið til að fá einkunn