fbpx
Sunnudagur 18.maí 2025
433Sport

Einkunnir leikmanna Íslands – Vont kvöld í Laugardalnum

Helgi Fannar Sigurðsson
Föstudaginn 14. júlí 2023 19:57

Mynd/Ernir

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Íslenska kvennalandsliðið tók á móti því finnska í vináttuleik í Laugardalnum í kvöld.

Íslenska liðið var mun öflugra framan af en finnska liðið tók við sér þegar leið á og tókst að skora með marki Eveliina Summaren af löngu færi á 27. mínútu.

Stelpurnar okkar voru þrátt fyrir þetta töluvert betri aðilinn í fyrri hálfleiknum en tókst ekki að nýta fjölda færa sinna.

Íslenska liðið kom ekki nægilega vel inn í seinni hálfleik og Finnar sáttir með stöðuna. Gestirnir tvöfölduðu forskot sitt með marki Jutta Rantala á 66. mínútu.

Ísland svaraði hins vegar um hæl og skoraði Berglind Rós Ágústsdóttir eftir frábæra aukaspyrnu Karólínu Leu Vilhjálmsdóttur.

Nær komst liðið hins vegar ekki og loktölur 1-2 fyrir gestina.

Hér að neðan má sjá einkunnir leikmanna Íslands í leiknum.

Telma Ívarsdóttir – 4
Virkaði heldur óörugg á köflum.

Guðrún Arnardóttir – 4
Átti að gera betur í öðru marki Finna.

Glódís Perla (63′) – 6
Fyrirliðinn gerði sitt nokkuð vel og örugglega áður en hún fór af velli.

Anna Björk – 5
Allt í lagi frammistaða en varnarleikur Íslands í heild var á köflum ekki nógu góður.

Agla María (82′) – 5
Allt í lagi, ekki gott.

Alexandra Jóhannsdóttir (46′) – 4
Of auðvelt að spila í gegnum miðju Íslands í fyrri hálfleik.

Selma Sól – 5
Ekki spes fyrri hálfleikur þar sem auðvelt var að spila í gegnum okkar lið. Vann aðeins á í þeim seinni.

Karólína Lea (69′) – 6
Sýndi fína spretti og átti frábæra stoðsendingu rétt áður en hún fór á velli. Vantaði stundum upp á að tengja betur við fremstu menn.

Elísa Viðarsdóttir – 6
Skilaði fínu dagsverki.

Svava Rós – 4 (82′)
Kom afar lítið úr henni.

Sveindís Jane (63′) – 6
Veldur miklum usla og kemur sér í góðar stöður en nýtir ekki færin.

Varamenn

Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir (46′) – 5
Ágætis innkoma hjá reynsluboltanum.

Berglind Rós (63′) – 6
Kom af krafti inn í leikinn og skoraði. Leit þó illa út í öðru marki Finna.

Hlín Eiríksdóttir (63′) – 5
Tók tíma að koma sér inn í leikinn en vann á í restina.

Hildur Antonsdóttir (69′) – 5

Aðrar spiluðu of lítið til að fá einkunn

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Guardiola hundfúll og öfundar United og Tottenham – ,,Höfum barist gegn þessu í níu ár“

Guardiola hundfúll og öfundar United og Tottenham – ,,Höfum barist gegn þessu í níu ár“
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Brynjar tjáir sig um þann umdeilda sem er sagður hata Íslendinga – ,,Hann var kannski í einhverju stríði“

Brynjar tjáir sig um þann umdeilda sem er sagður hata Íslendinga – ,,Hann var kannski í einhverju stríði“
433Sport
Í gær

Arnar um að velja ekki Gylfa – „Ég hef ekkert rætt við hann“

Arnar um að velja ekki Gylfa – „Ég hef ekkert rætt við hann“
433Sport
Í gær

Nýr landsliðshópur Arnars vekur athygli: Anton Ari fær kallið – Albert og Aron Einar með

Nýr landsliðshópur Arnars vekur athygli: Anton Ari fær kallið – Albert og Aron Einar með