fbpx
Miðvikudagur 30.apríl 2025
Fréttir

Biden Bandaríkjaforseti kallaði Katrínu „dóttur Írlands“

Ritstjórn DV
Föstudaginn 14. júlí 2023 15:50

Joe Biden ásamt Katrínu Jakobsdóttur á leiðtogafundi Norðurlandanna og Bandaríkjanna í Helsinki.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Joe Biden Bandaríkjaforseti vísaði til Katrínar Jakobsdóttur, forsætisráðherra Íslands, sem „dóttur Írlands“ á blaðamannafundi í tilefni af leiðtogafundi Norðurlandanna og Bandaríkjanna sem fram fór í Helsinki í gær. Þetta kemur fram í umfjöllun New York Post um blaðamannafundinn.

Biden virtist þó átta sig strax á mistökum sínum og sagði að um freudísk mismæli væri að ræða. „Dóttir Írlands?,“ endurtók Biden og sagðist hafa verið að hugsa um uppruna sinn en forsetinn hefur gert talsvert úr írskum uppruna sínum í gegnum tíðina. „Ég er írskur eins og glas af Guinnes-bjór“ eru fræg ummæli forsetans, sérstaklega í ljósi þess að hann er sjálfur bindindismaður.

Í umfjöllun New York Post kemur meðal annars fram að klaufaleg óhöpp hafi einkennt undanfarna viku hjá Biden. Auk þess að bendla Katrínu við rangt land hafi hann kallað Volodymyr Zelensky, Úkraínuforseta, „Vladimir“ og þá hafi hann sleppt hátíðarkvöldverði fundarins sem er talinn hafa mikið pólitískt vægi. Þá hrasaði hann í stiga Air Force One-flugvélar sinnar á heimleiðinni sem gerist reyndar orðið nokkuð reglulega.

Biden, sem er orðinn 80 ára gamall, sækist nú eftir endurkjöri sem forseti Bandaríkjanna. Fylgst er með hverju skrefi hans og sífellt ber meira á hinum ýmsu mismælum og mistökum sem fjölmiðlar fjalla ítarlega. Hafa kannanir sýnt að áhyggjur bandarískra kjósenda um andlegt og líkamlegt atgervi hans fari sífellt vaxandi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 9 klukkutímum

Vilhjálmur sár eftir freklega innrás í einkalíf hans – „Dætur mínar tvær eru í viðkvæmri stöðu“

Vilhjálmur sár eftir freklega innrás í einkalíf hans – „Dætur mínar tvær eru í viðkvæmri stöðu“
Fréttir
Fyrir 11 klukkutímum

„Mér þótti mjög leiðinlegt að útskýra fyrir syni mínum að samfélagið virkaði því miður ekki svona“

„Mér þótti mjög leiðinlegt að útskýra fyrir syni mínum að samfélagið virkaði því miður ekki svona“
Fréttir
Í gær

Davíð varð olnbogabarn skólakerfisins eftir höfuðhögg sem hann varð fyrir 9 mánaða gamall – Kallar eftir breytingum því við hljótum að vera að gera eitthvað vitlaust

Davíð varð olnbogabarn skólakerfisins eftir höfuðhögg sem hann varð fyrir 9 mánaða gamall – Kallar eftir breytingum því við hljótum að vera að gera eitthvað vitlaust
Fréttir
Í gær

Lögreglumaður leystur undan vinnuskyldu eftir fyrirspurn frá Kveik – Grunaður um persónunjósnir gegn greiðslu

Lögreglumaður leystur undan vinnuskyldu eftir fyrirspurn frá Kveik – Grunaður um persónunjósnir gegn greiðslu
Fréttir
Í gær

Minnir á að símar og akstur fara ekki saman eftir óhugnanlegt slys ungrar dóttur sinnar á sunnudag

Minnir á að símar og akstur fara ekki saman eftir óhugnanlegt slys ungrar dóttur sinnar á sunnudag
Fréttir
Í gær

Bandarískur ferðamaður sýndi hvað 7 daga frí á Íslandi kostaði hana

Bandarískur ferðamaður sýndi hvað 7 daga frí á Íslandi kostaði hana
Fréttir
Í gær

Segir samskiptaráðgjafa ÍSÍ hafa platað sig í viðtal og horft fram hjá 75 jákvæðum umsögnum – „Mér finnst glæpur, þetta álit“

Segir samskiptaráðgjafa ÍSÍ hafa platað sig í viðtal og horft fram hjá 75 jákvæðum umsögnum – „Mér finnst glæpur, þetta álit“
Fréttir
Í gær

Þorbjörg svarar Guðna: Segir hann hafa gleymt sér og ekki tekið eftir öllu þessu

Þorbjörg svarar Guðna: Segir hann hafa gleymt sér og ekki tekið eftir öllu þessu