fbpx
Fimmtudagur 18.desember 2025
Fréttir

Biden Bandaríkjaforseti kallaði Katrínu „dóttur Írlands“

Ritstjórn DV
Föstudaginn 14. júlí 2023 15:50

Joe Biden ásamt Katrínu Jakobsdóttur á leiðtogafundi Norðurlandanna og Bandaríkjanna í Helsinki.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Joe Biden Bandaríkjaforseti vísaði til Katrínar Jakobsdóttur, forsætisráðherra Íslands, sem „dóttur Írlands“ á blaðamannafundi í tilefni af leiðtogafundi Norðurlandanna og Bandaríkjanna sem fram fór í Helsinki í gær. Þetta kemur fram í umfjöllun New York Post um blaðamannafundinn.

Biden virtist þó átta sig strax á mistökum sínum og sagði að um freudísk mismæli væri að ræða. „Dóttir Írlands?,“ endurtók Biden og sagðist hafa verið að hugsa um uppruna sinn en forsetinn hefur gert talsvert úr írskum uppruna sínum í gegnum tíðina. „Ég er írskur eins og glas af Guinnes-bjór“ eru fræg ummæli forsetans, sérstaklega í ljósi þess að hann er sjálfur bindindismaður.

Í umfjöllun New York Post kemur meðal annars fram að klaufaleg óhöpp hafi einkennt undanfarna viku hjá Biden. Auk þess að bendla Katrínu við rangt land hafi hann kallað Volodymyr Zelensky, Úkraínuforseta, „Vladimir“ og þá hafi hann sleppt hátíðarkvöldverði fundarins sem er talinn hafa mikið pólitískt vægi. Þá hrasaði hann í stiga Air Force One-flugvélar sinnar á heimleiðinni sem gerist reyndar orðið nokkuð reglulega.

Biden, sem er orðinn 80 ára gamall, sækist nú eftir endurkjöri sem forseti Bandaríkjanna. Fylgst er með hverju skrefi hans og sífellt ber meira á hinum ýmsu mismælum og mistökum sem fjölmiðlar fjalla ítarlega. Hafa kannanir sýnt að áhyggjur bandarískra kjósenda um andlegt og líkamlegt atgervi hans fari sífellt vaxandi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 15 klukkutímum

Mannslát á Kársnesi: Gæsluvarðhald framlengt til 13. janúar

Mannslát á Kársnesi: Gæsluvarðhald framlengt til 13. janúar
Fréttir
Fyrir 15 klukkutímum

Björn Leví lætur gamlan kollega heyra það – „Það væri fínt að losna við hann úr þinginu”

Björn Leví lætur gamlan kollega heyra það – „Það væri fínt að losna við hann úr þinginu”
Fréttir
Fyrir 18 klukkutímum

Hjón réðust til atlögu við annan af hryðjuverkamönnum á Bondi-strönd en lifðu það ekki af – Hyllt sem hetjur

Hjón réðust til atlögu við annan af hryðjuverkamönnum á Bondi-strönd en lifðu það ekki af – Hyllt sem hetjur
Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Halldór Blöndal er látinn

Halldór Blöndal er látinn
Fréttir
Í gær

Manuela Ósk svarar Helenu – „Í flestum tilfellum farið með hreinar rangfærslur“

Manuela Ósk svarar Helenu – „Í flestum tilfellum farið með hreinar rangfærslur“
Fréttir
Í gær

Hetjan í Ástralíu rýfur þögnina – Meiðslin miklu alvarlegri en talið var í fyrstu

Hetjan í Ástralíu rýfur þögnina – Meiðslin miklu alvarlegri en talið var í fyrstu
Fréttir
Í gær

Safnað fyrir Gunnar Inga sem á langt bataferli framundan – „Fyrir algjört kraftaverk var lífi hans bjargað“

Safnað fyrir Gunnar Inga sem á langt bataferli framundan – „Fyrir algjört kraftaverk var lífi hans bjargað“
Fréttir
Í gær

Verðkönnun á jólakjöti – Sjáðu hvar það er ódýrast og hvar það er dýrast

Verðkönnun á jólakjöti – Sjáðu hvar það er ódýrast og hvar það er dýrast