Íslenska kvennalandsliðið mætir því finnska í vináttulandsleik hér heima annað kvöld. Leikurin leggst vel í Selmu Sól Magnúsdóttur landsliðskonu.
„Þetta er spennandi verkefni og leggst vel í mig,“ segir Selma.
Leikurinn á morgun er fyrri leikurinn í þessum landsleikjaglugga en Ísland mætir Austurríki ytra á þriðjudag.
„Ég held að þetta sé tímapunkturinn til að prófa, skoða og sjá.
Vonandi koma sem flestir.“
Selma er á mála hjá Rosenborg sem er í toppbaráttunni í Noregi.
„Þetta hefur verið smá upp og niður en við höfum verið nokkuð stöðugar fyrir landsleikjahléið og höfum unnið okkur vel inn í tímabilið.“
Selmu líður vel hjá Rosenborg.
„Ég er búinn að koma mér vel inn í þetta og það er jákvætt.“
Viðtalið í heild er í spilaranum.