fbpx
Miðvikudagur 10.september 2025
433Sport

Allt á suðupunkti í London – Æðstu menn West Ham brjálaðir út í Arsenal

Helgi Fannar Sigurðsson
Fimmtudaginn 13. júlí 2023 08:30

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það er mikil reiði innan herbúða West Ham út í Arsenal vegna tafa á yfirvofandi kaupum á Declan Rice.

Það eru tíu dagar síðan West Ham samþykkti tilboð Arsenal í enska miðjumanninn upp á 100 milljónir punda auk 5 milljóna í árangurstengdar greiðslur síðar meir.

Breska götublaðið The Sun segir að lögmenn Arsenal eigi enn eftir að gefa grænt ljós á samning Rice við félagið þrátt fyrir að langt sé síðan hann samdi um kaup og kjör. Hann hefur einnig þegar gengist undir læknisskoðun.

Hjá West Ham eru menn brjálaðir og ekki hrifnir af því hvernig vinnubrögð Arsenal hafa verið í viðræðunum yfirhöfuð.

West Ham hefur ekkert gert á leikmannamarkaðnum í sumar en félagið bíður eftir brottför Rice áður en það fer að eyða pening í leikmenn.

Hamrarnir hafa líklega misst af skotmarki sínu Harvey Barnes til Newcastle og þá hafa þeir áhyggjur af því að missa af Joao Palinha einnig.

Sem stendur æfir Rice einn í Portúgal en Arteta vonast til að hann verði formlega orðinn leikmaður liðsins áður en það heldur til Bandaríkjanna í æfingaferð á sunnudag.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Andri Lucas og Daníel Tristan ekki einu bræðurnir á vellinum í kvöld

Andri Lucas og Daníel Tristan ekki einu bræðurnir á vellinum í kvöld
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Gátu ekkert gegn Íslandi en náðu í stig í kvöld

Gátu ekkert gegn Íslandi en náðu í stig í kvöld
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

„Þá gætum við allt eins sleppt þessu“

„Þá gætum við allt eins sleppt þessu“
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Kostulegt atvik í beinni útsendingu – Virkaði áttavilltur og gekk óvænt út

Kostulegt atvik í beinni útsendingu – Virkaði áttavilltur og gekk óvænt út
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Arnar útskýrir áhrifin sem fjarvera Alberts hefur

Arnar útskýrir áhrifin sem fjarvera Alberts hefur
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Þurfa að vera óhræddir og þá getur allt gerst

Þurfa að vera óhræddir og þá getur allt gerst
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Veltir fyrir sér ummælum Arnars – Þýða þau að óvænt tíðindi séu í kortunum?

Veltir fyrir sér ummælum Arnars – Þýða þau að óvænt tíðindi séu í kortunum?
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Þetta segja veðbankar um möguleika Íslands í kvöld

Þetta segja veðbankar um möguleika Íslands í kvöld