fbpx
Sunnudagur 05.október 2025
Fréttir

Gossvæðið opnað fyrir almenningi – Gosfarar þurfa að hafa þetta í huga

Ragna Gestsdóttir
Þriðjudaginn 11. júlí 2023 15:08

Myndina tók Jón Steinar Sæmundsson í gærkvöld 10. júlí.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Eldgos hófst við fjallið Litla Hrút á Reykjanesskaga klukkan 16:40 í gær. Í tilkynningu frá lögreglunni kl. 15 kemur fram að opnað hefur verið inn á svæðið frá Suðurstrandarvegi en EKKI  frá öðrum vegum eða vegaslóðum.

Leið upp að gosstöðvunum er það sem viðbragðsaðilar kalla Meradalaleið, sjá mynd. Veðurstofa Íslands mun gefa út uppfært hættukort af svæðinu eftir klukkutíma eða svo.  Ganga þarf um 20 km leið fram og til baka.  Gönguferðin hentar því alls ekki öllum.

Mikilvægt er að hafa í huga að gossvæðið er hættulegt svæði þar sem aðstæður geta breyst skyndilega.   Lögregla varar fólk við að dvelja nærri gosstöðvunum vegna gasmengunar.  Hætta eykst þegar vind lægir.  Þá geta lífshættulegar gastegundir safnast í dældum og geta reynst banvænar.  Nýjar gossprungur geta opnast með litlum fyrirvara og glóandi hraun getur fallið úr hraunjaðri og hröð og skyndileg framhlaup orðið þar sem nýjar hrauntungur brjótast fram sem erfitt getur verið að forðast á hlaupum.

Klæða sig vel – hlaða símann – skoða vefsíður/fjölmiðla 

Göngumönnum er bent á að klæða sig eftir veðri, nesti sig og vera með fullhlaðna farsíma. Ekki er tryggt öryggi farsíma á svæðinu.

Bílum skal lagt á merktum stæðum við Suðurstrandarveg en ekki í vegkanti Suðurstrandarvegar. 

Þeir gangi að gosstöðvum sem treysta sér til þess, vel búnir og nestaðir.  Upplýsingar má nálgast á Safetravel, Almannavarnir og Veður, áður en lagt er af stað á gossvæðið. Fylgist með vindátt og fréttaflutningi, en fjölmiðlar hafa verið með mjög upplýsandi og góðan fréttaflutning af gosinu.

Akstur utan vega er bannaður.

Ferðamenn fari að fyrirmælum viðbragðsaðila.  Fjallið Keilir er inn á merktu hættusvæði.

Spá veðurvaktar um gasdreifingu

Norðlæg átt, 5-10 m/s, 8-13 á morgun. Gasmengunin berst því til suðurs og gæti hennar orðið vart í m.a. Grindavík og á Suðurstandarvegi.
Mun hægari vindur um tíma í nótt.  Gasmengun gæti dreifst víða kringum upptakasvæðið í fyrramálið.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Spyr hvort mark sé takandi dularfullum Samtökum skattgreiðenda – Vöknuðu til lífsins við stjórnarskiptin

Spyr hvort mark sé takandi dularfullum Samtökum skattgreiðenda – Vöknuðu til lífsins við stjórnarskiptin
Fréttir
Í gær

Dómur kveðinn upp yfir P. Diddy

Dómur kveðinn upp yfir P. Diddy
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Telja að skuggaskip Rússa geti tengst níu drónaárásum í Evrópu

Telja að skuggaskip Rússa geti tengst níu drónaárásum í Evrópu
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Þjóðkirkjan búin að fá nóg og vill láta hækka sóknargjöldin um 60 prósent – „Þessu þarf að linna“

Þjóðkirkjan búin að fá nóg og vill láta hækka sóknargjöldin um 60 prósent – „Þessu þarf að linna“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Tekin undir stýri við Njarðargötu með lífshættulegt áfengismagn í blóði – Ellefti dómurinn á nokkrum árum

Tekin undir stýri við Njarðargötu með lífshættulegt áfengismagn í blóði – Ellefti dómurinn á nokkrum árum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Kæru Sameindar hafnað – Konukot fær að rísa í Ármúla

Kæru Sameindar hafnað – Konukot fær að rísa í Ármúla
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Elon Musk rak starfsmann á staðnum sem benti honum á að hann væri orðinn óvinsæll

Elon Musk rak starfsmann á staðnum sem benti honum á að hann væri orðinn óvinsæll
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Telur leigjendur á Íslandi vantalda um 75.000 – „Það er nú svolítið mikil skekkja.“

Telur leigjendur á Íslandi vantalda um 75.000 – „Það er nú svolítið mikil skekkja.“