fbpx
Sunnudagur 21.desember 2025
433Sport

Þetta hafa stjörnurnar verið að bralla í fríinu – Sumir djamma meira en aðrir og einn áfangastaður er ansi vinsæll

433
Þriðjudaginn 11. júlí 2023 09:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Stjörnurnar í ensku úrvalsdeildinni eru nú smátt og smátt að snúa aftur eftir sumarfríið. Undirbúningstímabilið er að hefjast.

Enska götublaðið Daily Star tók saman hvað nokkrir leikmenn hafa verið að bralla í fríinu.

Erling Braut Haaland
Haaland hefur notið vel í fríinu eftir að hafa skorað 52 mörk fyrir Manchester City á sinni fyrstu leiktíð.

Undanfarið hefur hann verið með kærustu sinni, Isabel Johansen, á St. Tropez. Þau hafa notið sólarinnar og stundað vatnsíþróttir.

Þá fóru þau einnig til Ítalíu.

Jordan Pickford
Jordan Pickford er staddur í Portúgal með eiginkonu sinni Megan.

Þau höfðu engin smá tíðindi að færa á dögunum þegar þau tilkynntu að þau ættu von á sínu öðru barni.

Hamingjuóskum hefur rignt yfir hjónin síðan.

Victor Lindelöf
Sænski miðvörðurinn hefur undanfarið verið í Suður-Frakklandi með eignkonu sinni Maju.

Það er ekki eini áfangastaður þeirra hjóna í sumar því þau fóru einnig til Mykonos á Grikklandi.

Scott McTominay
McTominay og kærasta hans Cam Reading hafa heldur betur haft það náðugt á St. Tropez.

Hafa þau farið á bát og eytt miklum tíma á ströndinni.

Marcus Rashford
Rashford er einhleypur í fríinu eftir að slitnaði upp úr sambandi hans við kærustu til langs tíma.

Sóknarmaðurinn virðist samt hafa það fínt er hann slakar á fyrir komandi leiktíð með Manchester United.

Jack Grealish
Það skal engan undra að Grealish hefur tekið vel á því frá því Manchester City vann þrennuna í vor.

Grealish hefur skemmt sér í Las Vegas, Suður-Frakklandi og á Ibiza.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Í gær

Segir táninginn hafa gert risastór mistök með valinu – ,,Mun aldrei finna sömu ást og hjá okkur“

Segir táninginn hafa gert risastór mistök með valinu – ,,Mun aldrei finna sömu ást og hjá okkur“
433Sport
Í gær

United til í að hlusta á tilboð

United til í að hlusta á tilboð
433Sport
Í gær

Sá umdeildi baunar hressilega á bróður stjörnunnar: ,,Hálfvitar í kringum þig og sérstaklega í fjölskyldunni“

Sá umdeildi baunar hressilega á bróður stjörnunnar: ,,Hálfvitar í kringum þig og sérstaklega í fjölskyldunni“
433Sport
Fyrir 2 dögum

Segist eiga óklárað verk í London

Segist eiga óklárað verk í London
433Sport
Fyrir 2 dögum

Vill aftur til Englands – United augljós kostur

Vill aftur til Englands – United augljós kostur
433Sport
Fyrir 2 dögum

Davíð minnist vinar síns Hareide í hjartnæmri færslu – Rifjar upp hvað hann sagði við hann í London í fyrra

Davíð minnist vinar síns Hareide í hjartnæmri færslu – Rifjar upp hvað hann sagði við hann í London í fyrra
433Sport
Fyrir 2 dögum

Messi og Yamal mætast í fyrsta sinn

Messi og Yamal mætast í fyrsta sinn