fbpx
Þriðjudagur 21.maí 2024
Fréttir

Atvinnukona í áti fagnar afmæli á Íslandi – Gúffaði í sig 3,2 kg af íslenskum borgurum

Ragna Gestsdóttir
Mánudaginn 10. júlí 2023 07:00

Randy og Katina á Jökulsárlóni Mynd: Instagram

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bandaríska parið Randy Santel og Katina DeJarnett eru stödd hér á landi, en parið stundar óvenjulega atvinnu, matarát og ferðast þau um heiminn í leit að mataráskorunum á veitingastöðum. DV sagði fyrst miðla frá komu parsins fyrir viku, en þau mættu til landsins á fimmtudag. 

Sjá einnig: Atvinnupar í áti leitar að áskorunum á Íslandi

Parið hefur ekki enn birt myndbönd af Íslandsferðinni á YouTube-rásum sínum, en þau hafa birt myndir á Instagram. Þar má sjá að þau fóru í 16 klukkustunda rútuferð um Suðurlandið í gær, þar sem þau tóku sér meðal annars siglingu á Jökulsárlóni. Mæla þau með að fólk heimsæki Ísland hafi það tök á því.

 

View this post on Instagram

 

A post shared by Randy Santel (@randysantel)

Parið hefur að sjálfsögðu gúffað í sig mat á íslenskri grundu. Í gær voru þau mætt á Gastro Truck þar sem Katina borðaði 3,2 kg á klukku­tíma og Randy 3,6 kg á 53 mínútum af hamborgurum og frönskum með kjúklingi og sósu. „Það var mikið af fólki hérna sem að þekkti þau mjög vel. Þau komu hingað og voru al­veg með stjörn­ur í aug­un­um. Núna eru þau bara að gefa út eig­in­hand­arárit­an­ir,“ segir í frétt Mbl.is.

Katina fagnar í dag 32 ára afmæli sínu. Á morgun tekur síðan við mataráskorun á 2 Guys.  „Ég hugsa að þetta verði sex borgarar sem verður bara staflað í turn. Svo verða ostafranskar og eitthvað meira meðlæti með þessu,“ segir Hjalti Vignisson eigandi staðarins við Vísi. Hjalti segir að þau muni fá stuttan tímaramma til að klára allan matinn, um tíu til fimmtán mínútur. Eftir þetta verði áskorunin svo í boði á staðnum fyrir þá sem vilja. Ef fólki tekst að klára allan matinn innan ákveðins tíma fái það máltíðina ókeypis.

Frá Íslandi heldur parið síðan til Parísar í Frakklandi þar sem þau munu hitta fjölskyldu Randy og ferðast síðan með henni til Amsterdam í Hollandi, leitar parið að mataráskorun í báðum löndum sem verður þeirra síðasta á þeim stöðum.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 11 klukkutímum

Arnar Þór í stríði við skopmyndateiknara – „Frelsi til athafna skyldar okkur um leið til að virða helgi annarra“

Arnar Þór í stríði við skopmyndateiknara – „Frelsi til athafna skyldar okkur um leið til að virða helgi annarra“
Fréttir
Fyrir 13 klukkutímum

Katrín: „Ef ég teldi að ég hefði svikið þjóðina þá væri ég ekki að gefa kost á mér í þetta embætti“

Katrín: „Ef ég teldi að ég hefði svikið þjóðina þá væri ég ekki að gefa kost á mér í þetta embætti“
Fréttir
Fyrir 15 klukkutímum

Úkraínski herinn að verða uppiskroppa með hermenn

Úkraínski herinn að verða uppiskroppa með hermenn
Fréttir
Í gær

28 milljóna beltagrafa eyðilagðist þegar hún rann í sjóinn: Eigandinn fær ekki krónu í bætur af þessari ástæðu

28 milljóna beltagrafa eyðilagðist þegar hún rann í sjóinn: Eigandinn fær ekki krónu í bætur af þessari ástæðu
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Segja starfsmann forsætisráðuneytisins hafa gert lítið úr missi Höllu Hrundar

Segja starfsmann forsætisráðuneytisins hafa gert lítið úr missi Höllu Hrundar
Fréttir
Fyrir 4 dögum

Miklir fjárhagserfiðleikar hjá körfuknattleiksdeild UMFN

Miklir fjárhagserfiðleikar hjá körfuknattleiksdeild UMFN
Fréttir
Fyrir 4 dögum

Sviptingar í Landsrétti – Ákæru gegn látinni móður Jónasar James Norris vísað frá dómi

Sviptingar í Landsrétti – Ákæru gegn látinni móður Jónasar James Norris vísað frá dómi