fbpx
Laugardagur 27.september 2025
Fréttir

Björgunarsveitir aðstoðuðu fjölskyldu í sjálfheldu ofan Dalvíkur

Ragna Gestsdóttir
Fimmtudaginn 6. júlí 2023 20:54

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fjölskylda á ferðalagi um Norðurland lagði á Selhnjúk ofan Dalvíkur seinni partinn í dag, lenti í sjálfheldu og óskaði eftir aðstoð við að komast niður um klukkan 16:30 í dag. Fjölskyldufaðirinn hafði þá komist á topp Selhnjúks, en móðir og barn voru aðeins neðar í fjallinu og treystu sér ekki lengra.

Björgunarsveitir frá Dalvík og Siglufirði voru kallaðar út til aðstoðar eins og kemur fram í tilkynningu frá Slysavarnafélaginu Landsbjörg. Þegar fólkið hafði verið staðsett um fimmleytið, var haldið á fjallið þeim til aðstoðar. Tungumálaörðugleikar flæktu aðgerðina aðeins, sem og slæmt fjarskiptasamband. Um sexleytið í kvöld var björgunarfólk komið að öllum fjölskyldumeðlimum og haldið af stað niður. Niðurleiðin gekk áfallalaust fyrir sig og ekki reyndist þörf á að tryggja fólkið í línum á leið niður. Allir komnir heilu og höldnu af fjalli rétt fyrir klukkan átta í kvöld og aðgerð lokið.

Meðfylgjandi eru myndir af vettvangi í dag.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sýkingin var í rófustöppunni – Vont bragð af henni og vond lykt

Sýkingin var í rófustöppunni – Vont bragð af henni og vond lykt
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Hildur um Charlie Kirk og tjáningarfrelsið: „Hélt á lofti skoðunum sem ganga gegn gildum fjölda fólks“

Hildur um Charlie Kirk og tjáningarfrelsið: „Hélt á lofti skoðunum sem ganga gegn gildum fjölda fólks“