fbpx
Mánudagur 11.ágúst 2025
Fréttir

Fagradalsfjall í beinu streymi – Dró úr skjálftavirkni í nótt

Ragna Gestsdóttir
Fimmtudaginn 6. júlí 2023 07:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Heldur dró úr skjálftavirkni á Reykjanesskaga í nótt, þrátt fyrir að 750 skjálftar hafi mælst frá miðnætti. Í nótt, aðfararnótt 6. júlí, urðu 15 skjálftar yfir 3,0 að stærð, sá stærsti klukkan 1.12 að stærð 3,8. Búast má við áframhaldandi skjálftavirkni, en eins og komið hefur fram í fréttum telja jarðfræðingar telja vaxandi líkur á eldgosi.

Mynd: Skjáskot vedur.is

Frá því að jarðskjálftahrinan hófst, 4. júlí, hafa um 4000 jarðskjálftar mælst á svæðinu milli Fagradalsfjalls og Keilis. Stærsti skjálftinn varð í gærmorgun kl. 8:21 og mældist 4,8 að stærð, eins og segir á vedur.is. Síðustu tvo sólarhringa hafa alls 3258 skjálftar riðið yfir landið allt.

Alls hafa 13 skjálftar yfir fjórum að stærð mælst frá því hrinan hófst og tugir yfir þremur að stærð. Stærstu skjálftarnir finnast víða á SV-landi, austur að Hellu og norður á Snæfellsnes. Búast má við áframhaldandi skjálftavirkni. Hrinan nú er talin vera vegna nýs kvikuinnskots á milli Fagradalsfjalls og Keilis.

Hægt er að fylgjast með Fagradalsfjalli í beinu streymi á tveimur vefmyndavélum RÚV.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Vöknuðu upp við vondan draum – Vissu ekki að nýtt fjölbýlishús ætti að vera svona nálægt

Vöknuðu upp við vondan draum – Vissu ekki að nýtt fjölbýlishús ætti að vera svona nálægt
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Nágrannaerjur í Vesturbænum – Fá ekki að losna við girðingu nágrannanna sem vísa til brunahættu og óþefs

Nágrannaerjur í Vesturbænum – Fá ekki að losna við girðingu nágrannanna sem vísa til brunahættu og óþefs
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Vilhjálmur segir að þessi aðgerð geti lækkað vexti á Íslandi hratt – Hafa stjórnvöld kjarkinn?

Vilhjálmur segir að þessi aðgerð geti lækkað vexti á Íslandi hratt – Hafa stjórnvöld kjarkinn?
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Hlutfallslega miklu fleiri erlendir ríkisborgarar á Íslandi en öðrum Norðurlöndum

Hlutfallslega miklu fleiri erlendir ríkisborgarar á Íslandi en öðrum Norðurlöndum
Fréttir
Fyrir 4 dögum

Íslenskir neytendur óskuðu eftir endurgreiðslu vegna flugs – Áttuðu sig síðan á þessum mistökum

Íslenskir neytendur óskuðu eftir endurgreiðslu vegna flugs – Áttuðu sig síðan á þessum mistökum
Fréttir
Fyrir 4 dögum

Lögreglan rifjar upp rán í Útvegsbanka árið 1975 – Einn ræningjanna létti á samvisku sinni í sumar

Lögreglan rifjar upp rán í Útvegsbanka árið 1975 – Einn ræningjanna létti á samvisku sinni í sumar