fbpx
Föstudagur 19.desember 2025
Fréttir

SMS-skilaboð virkjuð vegna skjálftanna

Ágúst Borgþór Sverrisson
Miðvikudaginn 5. júlí 2023 17:57

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Almannavarnir og Lögreglustjórinn á Suðurnesjum hafa ákveðið að virkja SMS-skilaboð sem verða send til fólks sem fer inn á fyrirfram skilgreint svæði á Reykjanesskaganum vegna jarðskjálftahrinurnar sem staðið hefur yfir frá því í gærkvöld. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Almannavörnum.

Er þetta gert bæði vegna grjóthruns á svæðinu og vegna þess að eldgos gæti hafist með litlum fyrirvara. Komi til eldgoss verður textaskilaboðum breytt í beina aðvörun til þeirra sem eru á umræddu svæði. Ekki er hægt að útiloka að SMS-skilaboðin berist til fólks aðeins utan við skilgreint svæði og er almenningur beðinn um að hafa það í huga.

Í skilaboðunum er varað við ferðum á svæðinu vegna grjóthruns og mögulegs eldgoss.

Skilaboðin eru einungis send á ensku. Ástæðan er sú að markhópurinn er erlent ferðafólk sem hefur ekki jafn gott aðgengi að upplýsingum vegna jarðskjálftahrinunar og heimamenn.

Skilaboðin eru eftirfarandi: Police: Reykjanes peninsula – earthquakes! Increased seismic activity in the area. Stay away from slopes and cliffs due to danger of rockfall and landslides.  A volcanic eruption might start with short notice.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Bankabók hetjunnar á Bondi Beach stækkar og stækkar

Bankabók hetjunnar á Bondi Beach stækkar og stækkar
Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

„Það sem börn muna mest eftir eru ekki dýrustu gjafirnar“

„Það sem börn muna mest eftir eru ekki dýrustu gjafirnar“
Fréttir
Í gær

Verðkönnun ASÍ á algengum jólavörum: Afar mikill munur á ýmsum verðum milli verslanna og hvaða pakkningar eru valdar

Verðkönnun ASÍ á algengum jólavörum: Afar mikill munur á ýmsum verðum milli verslanna og hvaða pakkningar eru valdar
Fréttir
Í gær

Ólafur varar landsmenn við – „Mikilvægt að fólk sé ekki að vaða með kámugar krumlur í nammiskálar og mat”

Ólafur varar landsmenn við – „Mikilvægt að fólk sé ekki að vaða með kámugar krumlur í nammiskálar og mat”