fbpx
Fimmtudagur 11.september 2025
Fréttir

Slökkvilið bjargaði manni úr lyftu

Ágúst Borgþór Sverrisson
Þriðjudaginn 4. júlí 2023 18:05

Myndin tengist fréttinni ekki beint.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Tilkynnt var um mann sem var fastur í lyftu í fjölbýlishúsi miðsvæðis í Reykjavík í dag. Er lögreglu bar að höfðu slökkviliðsmenn aðstoðað manninn úr lyftunni. Varð honum ekki meint af.

Þetta kemur fram í dagbók lögreglu. Þar segir einnig að lögreglu hafi borist tilkynning um einstakling sem var öskrandi inni í verslun í hverfi 108. Þá hafi óvelkomnum manni verið vísað á brott í hverfi 105 og öðrum í miðborginni.

Þá segir að lögreglu hafi borist nokkrar beiðnir vegna grunsamlegra mannaferða í hverfum 105 og 108. Ekkert saknæmt var hins vegar að sjá þegar lögregla kom á vettvang.

Tilkynnt var um innbrot í geymslur í fjölbýlishúsi í Hafnarfirði. Málið er í rannsókn.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Halla óvenju hvöss í þingsetningarræðunni

Halla óvenju hvöss í þingsetningarræðunni
Fréttir
Í gær

Flugstjóri telur skjöl varpa nýju ljósi á eitt mannskæðasta flugslys Íslandssögunnar – „Ótrúleg tilviljun“

Flugstjóri telur skjöl varpa nýju ljósi á eitt mannskæðasta flugslys Íslandssögunnar – „Ótrúleg tilviljun“