fbpx
Föstudagur 16.maí 2025
433Sport

Eiga von á alvöru harki í vetur: Alls ekkert grín að vinna með honum – ,,Hann reyndi að brjóta mig og náði því markmiði“

Victor Pálsson
Sunnudaginn 2. júlí 2023 15:18

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það er ekki fyrir alla að vinna með Mauricio Pochettino, stjóra Chelsea, en hann tók við félaginu í sumar.

Frá þessu greinir Rickie Lambert sem vann með Pochettino hjá Southampton um tíma.

Leikmenn Southampton voru óánægðir með æfingarnar á St. Mary’s undir Pochettino og tók Lambert það á sig að ræða við Pochettino.

Eftir fund með Argentínumanninum taldi Lambert sig hafa leyst málið en fékk svo að kynnast öðru eftir helgi.

Pochettino lét leikmenn hlaupa enn meira eftir að Lambert ákvað að skipta sér að hans vinnu og fengu allir að finna fyrir því.

,,Til að byrja með þá fá leikmennirnir aðeins 45 sekúndur til að hlaupa 150 metra og svo færðu 15 sekúndur í hvíld,“ sagði Lambert.

,,Eftir þessar 45 sekúndur þá þarf að hlaupa sex metrum lengra og hraðinn verður alltaf miklu meiri með tímanum.“

,,Ég fór inn á skrifstofu og ræddi við hann, ég talaði svo við strákana og sagðist hafa reddað þessu. Ég sagði að mánudagurinn yrði mun betri.“

,,Ég spilaði leik í 90 mínútur og æfði svo á mánudaginn. Við tókum ekki bara 12 hlaup heldur 24. Ég hljóp um hlæjandi og nánast grátandi því ég vissi hvað hann var að gera. Hann var að reyna að brjóta mig og hann náði því markmiði.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Gómaður sex sinnum á tveimur mánuðum fyrir of hraðan akstur – Fékk væna sekt og missir prófið

Gómaður sex sinnum á tveimur mánuðum fyrir of hraðan akstur – Fékk væna sekt og missir prófið
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Brynjar Björn opnar sig um það þegar Grindvíkingar ráku hann úr starfi í fyrra – „Það hefur þurft að skipta um blek í prentaranum“

Brynjar Björn opnar sig um það þegar Grindvíkingar ráku hann úr starfi í fyrra – „Það hefur þurft að skipta um blek í prentaranum“
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Sean Dyche öruggur á því að hann myndi gera betur en Amorim – Einfaldur fótbolti

Sean Dyche öruggur á því að hann myndi gera betur en Amorim – Einfaldur fótbolti
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Haaland hjólar í alla sína samherja fyrir tímabilið

Haaland hjólar í alla sína samherja fyrir tímabilið
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Vilja fá hann fyrir HM vegna meiðslavandræða

Vilja fá hann fyrir HM vegna meiðslavandræða
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Glódís er leikfær

Glódís er leikfær