Christian Eriksen, leikmaður Manchester United, hefur tjáð sig um landa sinn Rasmus Hojlund sem spilar með Atalanta á Ítalíu.
Hojlund er aðeins 20 ára gamall og spilar sem sóknarmaður en hann og Eriksen eru saman í danska landsliðinu.
Hojlund er orðaður við Man Utd þessa dagana en félagið er í leit að nýrri níu fyrir næsta tímabil.
Eriksen er hrifinn af Hojlund en hefur ekki verið í sambandi við Erik ten Hag, stjóra Man Utd, um leikmanninn.
,,Ég get séð hann fyrir mér hjá Manchester United en ég hef ekki mælt með honum í samtali við Erik ten Hag,“ sagði Eriksen.
,,Hann er frábær strákur og góður leikmaður og hann hefur þróað leik sinn vel hjá Atalanta. Hvar hann endar, ég er ekki sá sem getur svarað því.“