fbpx
Mánudagur 12.maí 2025
433Sport

Þetta eru líklegustu áfangastaðir Mbappe – Liverpool í áttunda sæti

Hörður Snævar Jónsson
Þriðjudaginn 13. júní 2023 22:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Liverpool er númer átta í röðinni samkvæmt veðbönkum þegar kemur að líklegum áfangastað Kylian Mbappe í sumar.

Mbappe skrifaði undir tveggja ára samning við PSG í fyrra með möguleika á árs framlengingu. Aðeins hann gat virkjað þann möguleika. Kappinn sendi PSG svo formlegt bréf í gær um að það myndi hann ekki gera og er stjórn félagsins ansi hissa.

Sá möguleiki hefði nefnilega sjálfkrafa verið sleginn af borðinu 1. ágúst næstkomandi, nema samið væri um annað.

„Ég hef aldrei rætt það við PSG að framlengja samninginn minn. Stjórnin hefur vitað það síðan 15. júlí 2022 að ég mun ekki framlengja,“ segir í tilkynningu Mbappe.

Real Madrid er líklegasti áfangastaður Mbappe en Manchester United er í öðru sæti listans. Er þar gert ráð fyrir að Sheik Jassim, frá Katar, kaupi félagið á næstu dögum.

Svona meta veðbankar stöðuna:
8) Liverpool
6) Barcelona
5) Manchester City
4) Bayern Munich
3) Chelsea
2) Manchester United
1) Real Madrid

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Í gær

England: City missteig sig gegn versta liðinu – Flottur sigur Everton

England: City missteig sig gegn versta liðinu – Flottur sigur Everton
433Sport
Í gær

Besta deildin: Vestri aftur á toppinn eftir góðan sigur

Besta deildin: Vestri aftur á toppinn eftir góðan sigur