fbpx
Föstudagur 09.maí 2025
433Sport

Declan Rice hefur tapað tæpum tveimur milljörðum á því að hafa hafnað West Ham

Hörður Snævar Jónsson
Fimmtudaginn 8. júní 2023 11:30

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

David Sullivan eigandi West Ham segir að Declan Rice hafi spilað sinn síðasta leik fyrir félagið en West Ham vann Sambandsdeildina í gær.

Rice er sagðru ansi líklegur til þess að ganga til liðs við Arsenal og segist Sullivan eiga von á tilboðum strax í dag.

„Þetta var líklega hans síðasti leikur, við lofuðum honum að hann mætti fara og hann vill fara,“ segir Sullivan.

„Það hefur enginn leikmaður lagt jafn mikið á sig fyrir okkur á þessari leiktíð. Við þurfum að fylla hans skarð með nokkrum leikmönnum.“

West Ham hafði boðið Rice svakalegan samning og hann hefur tapað tæpum tveimur milljörðum á því að hafna honum.

„Við buðum honum 200 þúsund pund á viku fyrir 18 mánuðum. Hann hafnaði því, það hefur kostað hann 10 milljónir punda í töpuðum launum. Hann vill fara.“

„Það er ekki hægt að halda í leikmann sem vill ekki vera hérna.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Öll mannvirki í kringum völlinn í Grindavík metin örugg

Öll mannvirki í kringum völlinn í Grindavík metin örugg
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Arsenal blandar sér í slaginn um Delap

Arsenal blandar sér í slaginn um Delap
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Stuðningsmenn Al-Nassr að fá ógeð eftir látbragð Ronaldo í gær – „Farðu burt grátandi barn“

Stuðningsmenn Al-Nassr að fá ógeð eftir látbragð Ronaldo í gær – „Farðu burt grátandi barn“
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Staðfest að Sveindís fari og er hún mikið orðuð við Manchester United

Staðfest að Sveindís fari og er hún mikið orðuð við Manchester United
433Sport
Í gær

Wenger segir að saga Trent muni endurtaka sig – Svona fari Real Madrid að því að fá leikmenn frítt

Wenger segir að saga Trent muni endurtaka sig – Svona fari Real Madrid að því að fá leikmenn frítt
433Sport
Í gær

Myndband af Ronaldo vekur athygli – „Sjáið hvernig þessi grenjuskjóða hagar sér“

Myndband af Ronaldo vekur athygli – „Sjáið hvernig þessi grenjuskjóða hagar sér“
433Sport
Í gær

Talið að rosalegt sumar sé framundan í Sádí – Þessi nöfn eru á blaði

Talið að rosalegt sumar sé framundan í Sádí – Þessi nöfn eru á blaði
433Sport
Í gær
Missir af EM