fbpx
Föstudagur 09.maí 2025
433Sport

Sævar náði sér ekki niður þar til í gær – „Það voru margir sem prjónuðu yfir sig“

Helgi Fannar Sigurðsson
Miðvikudaginn 7. júní 2023 13:00

Mynd/KSJ

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

video
play-sharp-fill

Íslenska karlalandsliðið er komið saman til æfinga fyrir komandi leiki í undankeppni EM 2024. Sævar Atli Magnússon er brattur fyrir verkefninu.

Ísland mætir Slóvakíu þann 17. júní og Portúgal 20. júní.

„Andinn er mjög góður og við erum rosalega spenntir,“ segir Sævar við 433.is.

Sævar steig sín fyrstu skref í landsliðinu fyrr á þessu ári undir stjórn Arnars Þórs Viðarssonar og var eðlilega glaður að fá kallið frá nýjum þjálfara, Åge Hareide.

„Ég var mjög sáttur. Ég er búinn að standa mig þokkalega og veit að hann hefur fylgst vel með mér.

Þetta er ákveðinn draumur að rætast að spila hér á Laugardalsvelli.“

Sævar líst vel á Hareide.

„Hann er rosalega fagmannlegur. Hann kann þetta og er strax byrjaður að nefna það sem við getum gert til að meiða Slóvaka, særa þá.“

Sævar og félagar í Lyngby héldu sér á lygilegan hátt í dönsku úrvalsdeildinni um síðustu helgi. Það var vel fagnað.

„Ég náði mér niður í gær í fyrsta skiptið þegar ég kom hingað á æfingu. Það voru mikil fagnaðarlæti, skiljanlega, þetta var ótrúlegt afrek. Það voru margir sem prjónuðu yfir sig. Þetta var ótrúlega gaman.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Klopp gæti stigið inn í kapphlaupið

Klopp gæti stigið inn í kapphlaupið
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Sá eftirsótti viðurkennir að hann vilji spila annars staðar

Sá eftirsótti viðurkennir að hann vilji spila annars staðar
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Útlit fyrir að hann hafni gylliboði frá Sádi-Arabíu öðru sinni

Útlit fyrir að hann hafni gylliboði frá Sádi-Arabíu öðru sinni
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Svona er lið vikunnar – Allir nema Arsenal eiga fulltrúa

Svona er lið vikunnar – Allir nema Arsenal eiga fulltrúa
Hide picture