fbpx
Þriðjudagur 21.október 2025
433Sport

Svona er líklegt byrjunarlið Íslands í fyrsta leik miðað við valið og orð Age Hareide í dag

Hörður Snævar Jónsson
Þriðjudaginn 6. júní 2023 19:00

Mynd: Kristinn Svanur

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Åge Hareide, þjálfari íslenska karlalandsliðsins, kynnti í dag sinn fyrsta landsliðshóp frá því hann tók við starfinu í vor. Næst á dagskrá eru leikir gegn Slóvakíu og Portúgal. Norðmaðurinn er brattur fyrir komandi verkefni.

Hareide valdi 25 manna hóp fyrir leikina. Kristian Nökkvi Hlynsson, ungur leikmaður Ajax er í hópnum, en þar einnig Willum Þór Willumsson, sem hefur ekki verið í hópnum lengi.

Birkir Bjarnason sem er leikjahæsti leikmaður í sögu Íslands snýr aftur í hópinn en það gerir Albert Guðmundsson leikmaður Genoa einnig.

Hareide ræddi um það á fundinum að Jóhann Berg Guðmundsson og Aron Einar Gunnarsson væru miðjumenn í hans huga. Hareide hefur á sínum ferli yfirleitt spilað 4-3-3 kerfið.

Búist er við að bæði Aron og Jóhann Bergi byrji leikinn gegn Slóvakíu. Albert Guðmundsson er að mati Hareide tæknilega besti leikmaðurinn í liðinu.

Sá möguleiki er fyrir hendi að Birkir Bjarnason byrji gegn Slóvakíu en þá færi Hákon Arnar á kantinn á kostnað Arnórs Sigurðssonar miðað við líklegt byrjunarlið að mati 433.is.

Hareide ræddi það á fundi sínum í dag að Valgeir Lunddal væri frambærilegur vinstri bakvörður og má gera ráð fyrir honum í þeirri stöðu. Hareide gæti sett Alfons Sampsted inn sem hægri bakvörð, sett Guðlaug Victor Pálsson í miðvörðinn og Hörð Björgvin Magnússon þá í vinstri bakvörð. En það verður að teljast hæpið.

Líklegt byrjunarlið:

Rúnar Alex Rúnarsson

Guðlaugur Victor Pálsson
Sverrir Ingi Ingason
Hörður Björgvin Magnússon
Valgeir Lunddal Friðriksson

Aron Einar Gunnarsson
Jóhann Berg Guðmundsson
Hákon Arnar Haraldsson

Arnór Sigurðsson
Alfreð Finnbogason
Albert Guðmundsson

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Vekja athygli á góðri tölfræði Amorim

Vekja athygli á góðri tölfræði Amorim
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Örlög KR og Vestra ráðast í talsverðu frosti og snjókomu

Örlög KR og Vestra ráðast í talsverðu frosti og snjókomu
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Klopp tjáir sig um harmleikinn í kringum Diogo Jota í sumar – „Ég sat þarna án þess að segja orð“

Klopp tjáir sig um harmleikinn í kringum Diogo Jota í sumar – „Ég sat þarna án þess að segja orð“
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Uppljóstrar því hvaða veikleika Amorim vildi keyra á hjá Liverpool

Uppljóstrar því hvaða veikleika Amorim vildi keyra á hjá Liverpool
433Sport
Í gær

Flosi formaður tjáir sig um brottreksturinn – „Gengið og stemningin undanfarið ekki verið með þeim hætti sem Breiðablik vill standa fyrir“

Flosi formaður tjáir sig um brottreksturinn – „Gengið og stemningin undanfarið ekki verið með þeim hætti sem Breiðablik vill standa fyrir“
433Sport
Í gær

Breiðablik staðfestir brotthvarf Halldórs – Ólafur Ingi tekur við

Breiðablik staðfestir brotthvarf Halldórs – Ólafur Ingi tekur við