fbpx
Föstudagur 09.maí 2025
433Sport

Verið hjá United í 12 ár en horfir á úrslitaleikinn ásamt stuðningsmönnum

Victor Pálsson
Laugardaginn 3. júní 2023 11:44

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Phil Jones, leikmaður Manchester United, hefur staðfest það að hann sé á förum frá félaginu eftir 12 ár.

Eins ótrúlegt og það ku hljóma er Jones aðeins 31 árs gamall en hefur lítið sem ekkert spilað undanfarin ár.

Jones kom til Man Utd frá Blackburn fyrir 12 árum og mun nú loksins halda annað í sumarglugganum.

Jones mun ekki vera hluti af liði Man Utd í dag í úrslitaleik bikarsins gegn Manchester City en verður í stúkunni.

Varnarmaðurinn staðfesti það á samskiptamiðlum en hann ætlar að hvetja sitt lið áfram ásamt stuðningsmönnum liðsins.

,,Ég veit hversu sérstakir stuðningsmenn United eru en þessi vika hefur sýnt mér nákvæmlega hversu mikið,“ sagði Jones.

,,Ég vona að þið njótið úrslitaleiksins og ég verð í stúkunni að styðja strákana rétt eins og þið.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Klopp gæti stigið inn í kapphlaupið

Klopp gæti stigið inn í kapphlaupið
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Sá eftirsótti viðurkennir að hann vilji spila annars staðar

Sá eftirsótti viðurkennir að hann vilji spila annars staðar
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Útlit fyrir að hann hafni gylliboði frá Sádi-Arabíu öðru sinni

Útlit fyrir að hann hafni gylliboði frá Sádi-Arabíu öðru sinni
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Svona er lið vikunnar – Allir nema Arsenal eiga fulltrúa

Svona er lið vikunnar – Allir nema Arsenal eiga fulltrúa