fbpx
Föstudagur 04.júlí 2025
433Sport

Harðneitar því að hafa ‘misst vitið’ þegar hann var rekinn á föstudaginn

Victor Pálsson
Mánudaginn 29. maí 2023 20:25

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Oliver Kahn neitar því að hann hafi misst sig þegar hann heyrði af því að hann væri rekinn frá Bayern Munchen fyrir helgi.

Sögusagnir hafa verið á kreiki að Kahn hafi tekið brottrekstrinum mjög illa en hann starfaði sem stjórnarformaður félagsins.

Kahn var bannað að mæta á leik Bayern gegn Köln um helgina sem tryggði liðinu sigur í Bundesligunni.

Talað hefur verið um að Kahn hafi orðið bálreiður er hann heyrði af ákvörðun félagsins en hann harðneitar þeim sögusögnum.

,,Það að ég hafi misst vitið þegar mér var sagt frá brottrekstrinum er svo sannarlega ekki rétt,“ sagði Kahn.

,,Ég fékk símtal á föstudaginn frá Herbert Hainer sem lét mig vita af ákvörðuninni. Þetta var rólegt og sanngjarnt símtal.“

,,Á laugardaginn var mér tjáð að ég gæti ekki mætt á leikinn gegn Köln og ég tók þeirri ákvörðun rólega. Auðvitað er ég vonsvikinn en ég er gríðarlega ánægður með sigurinn í deildinni.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

David endar á Ítalíu

David endar á Ítalíu
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Byrjuð að þéna meira en eiginmaðurinn í fyrsta sinn í hjónabandinu

Byrjuð að þéna meira en eiginmaðurinn í fyrsta sinn í hjónabandinu
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Vinsælasti leikur í sögu keppninnar

Vinsælasti leikur í sögu keppninnar
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Stelpurnar í fríi síðdegis – Sveindís og Holding sáust á rölti um miðbæinn

Stelpurnar í fríi síðdegis – Sveindís og Holding sáust á rölti um miðbæinn
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

United getur valið á milli þriggja leikmanna

United getur valið á milli þriggja leikmanna
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Flaggað í hálfa á Anfield – Stuðningsmenn mæta með blóm og syrgja

Flaggað í hálfa á Anfield – Stuðningsmenn mæta með blóm og syrgja
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Vill vera áfram og fá nýjan samning frekar en að fara til Bayern

Vill vera áfram og fá nýjan samning frekar en að fara til Bayern