Leeds er alls ekki í góðum málum í ensku úrvalsdeildinni eftir tap gegn West Ham í fyrsta leik dagsins.
Leeds byrjaði vel og komst yfir með marki frá Rodrigo en stuttu síðar jafnaði Declan Rice metin fyrir heimamenn.
Jarrod Bowen og Manuel Lanzini gerðu svo út um leikinn í seinni hálfleik og er Leeds með 31 stig eftir 37 leiki.
Það þýðir að liðið er tveimur stigum frá öruggu sæti fyrir lokaumferðina og þarf að vinna Tottenham á heimavelli til að eiga möguleika á að halda sér uppi.
Síðar í dag áttust við Brighton og Southampton þar sem það fyrrnefnda vann einnig 3-1 sigur.
Southampton er fallið úr úrvalsdeildinni en liðið er á botninum með aðeins 24 stig. Brighton var þó að vinna mikilvægan sigur í Evrópubaráttu og er nú með þriggja stiga forskot á Aston Villa í sjötta sætinu.
West Ham 3 – 1 Leeds
0-1 Rodrigo(’17)
1-1 Declan Rice(’33)
2-1 Jarrod Bowen(’72)
3-1 Manuel Lanzini(’90)
Brighton 3 – 1 Southampton
1-0 Evan Ferguson(’29)
2-0 Evan Ferguson(’40)
2-1 Mohamed Elyounoussi(’58)
3-1 Pascal Gross(’69)