Patrice Evra fyrrum varnarmaður Manchester United átti í hörðu rifrildi við starfsmenn Manchester City eftir leikinn í Meistaradeildinni í gær.
„Hann var að horfa á mig og ég spurði hann hvað væri málið. hann sagði að þessi sigur væri fyrir mig, hann sagði að ég hefði sagt í fyrra að City hefði gert í buxurnar í Meistaradeildinni en það gerðu þeir ekki í ár,“ sagði Evra um rifrildið.
City er komið í úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu í annað sinn á þremur árum eftir afar sannfærandi sigur á Real Madrid í gær.
Liðin mættust í seinni leik sínum í undanúrslitum. Fyrri leiknum lauk með 1-1 jafntefli í Madríd. Það kom fljótt í ljós í hvað stefndi. Bernardo Silva kom City yfir á 23. mínútu. Stundarfjórðungi síðar var hann aftur á ferðinni með mark.
Staðan í hálfleik 2-0 og heimamenn afar sannfærandi. Úrslitin voru endanlega ráðin þegar Eder Militao setti boltann í eigið net á 76. mínútu. Til að bæta gráu ofan á svart skoraði Julian Alvarez fjórða mark City í uppbótartíma.
Evra sem var lengi leikmaður United starfaði sem sérfræðingur á leiknum en reifst harkalega við starfsmenn City eftir leik.
Atvikið er hér að neðan.
Patrice Evra was involved in an altercation with Man City staff as their players celebrated reaching the Champions League final 😡 pic.twitter.com/jLqsCKBTNw
— Mirror Football (@MirrorFootball) May 17, 2023