fbpx
Sunnudagur 04.maí 2025
Pressan

Samþykktu að framselja hollenska morðingjann til Bandaríkjanna – Talinn búa yfir vitneskju um óupplýst mannshvarf

Pressan
Sunnudaginn 14. maí 2023 20:00

Van der Sloot á yfir höfði sér langa fangelsisvist

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hæstiréttur Perú hefur fallist á að heimila framsal á hollenska morðingjanum Joran van der Sloot sem afplánar 28 ára fangelsisdóm í landinu fyrir morðið á hinni 21 árs gömlu Stephany Flores árið 2010. Van der Sloot var sakfelldur fyrir að lemja hana og kyrkja á hótelherbergi eftir að hafa hitt Flores fyrir tilviljun á spilavíti.

Van der Sloot er hins vegar einnig efstur á lista grunaðra yfir þá sem taldir eru hafa komið að hvarfi hinnar bandarísku Natalee Holloway á karabísku eyjunni Aruba árið 2005.  Hann hefur reglulega tjáð sig um aðkomu sína að hvarfinu í fjölmiðlum í gegnum árin. Meðal annars hefur hann sagst hafa selt Holloway, sem var í útskriftarferð í Aruba, til mansalshrings og að hann hafi drepið hana og komið líkinu fyrir í ótilgreindu feni. Síðar hefur hann dregið þessar fullyrðingar tilbaka og sagt að þær hafi aðeins verið settar fram til þess að fá athygli.

Van der Sloot hefur nú verið ákærður fyrir að fjárkúga fjölskyldu Holloway fyrir allt að 250 þúsund dollara, um 35 milljónir króna. Hann er sagður hafa óskað eftir peningagreiðslu gegn því að veita upplýsingar um hvar lík hennar sé að finna. Fjölskylda Holloway á að hafa millifært inn 10 þúsund dollara, andvirði 1,4 milljónir króna, inn á bankareikning Van der Sloot en aldrei fengið neinar frekari upplýsingar um hinsta hvílustað stúlkunnar.

Búist er að við að hollenski morðinginn verði framseldur á næstu vikum en hann á yfir höfði sér allt að 20 ára fangelsi verði hann fundinn sekur  í Bandaríkjunum. Talið er að það sé líklega ætlun hans enda séu bandarísk fangelsi talsvert skárri en perúvísk fangelsi.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Þremur bræðrum bjargað úr hryllingshúsi á Spáni

Þremur bræðrum bjargað úr hryllingshúsi á Spáni
Pressan
Fyrir 2 dögum

Smeykir Bandaríkjamenn – Hamstra skó og fatnað

Smeykir Bandaríkjamenn – Hamstra skó og fatnað
Pressan
Fyrir 2 dögum

Svona er að smitast af fuglaflensunni – Dánartíðnin mjög há

Svona er að smitast af fuglaflensunni – Dánartíðnin mjög há
Pressan
Fyrir 2 dögum

Þau treystu honum fyrir hinstu för gæludýranna – Fóru hræin bara í ruslið?

Þau treystu honum fyrir hinstu för gæludýranna – Fóru hræin bara í ruslið?
Pressan
Fyrir 3 dögum

Trump hrósar Pútín: Auðveldari viðureignar en Zelensky

Trump hrósar Pútín: Auðveldari viðureignar en Zelensky
Pressan
Fyrir 3 dögum

16 ára piltur handtekinn vegna morðanna í Svíþjóð

16 ára piltur handtekinn vegna morðanna í Svíþjóð
Pressan
Fyrir 4 dögum

Díana prinsessa fór huldu höfði í drag á djamminu með Freddie Mercury

Díana prinsessa fór huldu höfði í drag á djamminu með Freddie Mercury
Pressan
Fyrir 5 dögum

Þurfti að vera heima til að sinna heimanáminu – Á meðan dó öll fjölskylda hans

Þurfti að vera heima til að sinna heimanáminu – Á meðan dó öll fjölskylda hans