fbpx
Mánudagur 20.október 2025
433Sport

Inter fer með frábæra stöðu í seinni leikinn gegn nágrönnum sínum

Helgi Fannar Sigurðsson
Miðvikudaginn 10. maí 2023 20:56

Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

AC Milan og Inter áttust við í borgarslag í undanúrslitum Meistaradeildar Evrópu í kvöld. Um fyrri leik liðanna var að ræða.

Inter átti draumabyrjun því Edin Dzeko kom þeim yfir strax á 8. mínútu leiksins með góðu skoti.

Staðan varð enn betri aðeins þremur mínútum síðar þegar Henrikh Mkhitaryan skoraði annað mark Inter.

Inter hélt bara áfram eftir þetta og var líklegra til að bæta við þriðja markinu en Milan að jafna.

Eftir hálftíma leik fékk liðið þá vítaspyrnu þegar Lautaro Martinez fór niður í teignum eftir viðskipti við Simon Kjær. Með hjálp myndbandsdómgæslu hætti dómari leiksins hins vegar við að dæma brot.

Staðan í hálfleik 0-2 og leikmenn Milan stálheppnir.

Milan komst í tvígang nálægt því að jafna í seinni hálfleik og hefði Inter getað skorað þriðja mark sitt einnig.

Meira var hins vegar ekki skorað og staðan fyrir seinni leik liðanna á þriðjudag 2-0 Inter í vil.

Sigurvegarinn úr þessu einvígi mætir Manchester City eða Real Madrid. Liðin gerðu 1-1 jafntefli í fyrri leik sínum í Madríd í gær. Seinni leikurinn fer fram eftir slétta viku.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Potter tekinn við
433Sport
Fyrir 2 dögum

Eftir umræðu síðustu ára fannst Frey sérstaklega jákvætt að sjá þetta í landsleikjum Íslands á dögunum

Eftir umræðu síðustu ára fannst Frey sérstaklega jákvætt að sjá þetta í landsleikjum Íslands á dögunum
433Sport
Fyrir 2 dögum

Telur að Túfa verði áfram þó margir haldi öðru fram

Telur að Túfa verði áfram þó margir haldi öðru fram
433Sport
Fyrir 2 dögum

Rekstur ársins í Laugardalnum á áætlun – Ræddu útfærslur til að mæta auknum dómarakostnaði

Rekstur ársins í Laugardalnum á áætlun – Ræddu útfærslur til að mæta auknum dómarakostnaði
433Sport
Fyrir 2 dögum

Hrun í áhorfi eftir að Lineker lét af störfum

Hrun í áhorfi eftir að Lineker lét af störfum