fbpx
Þriðjudagur 26.ágúst 2025
433Sport

Arteta segir stuðningsmönnum að taka vel á móti Aubameyang sem snýr aftur í fyrsta sinn eftir slæman skilnað

Helgi Fannar Sigurðsson
Þriðjudaginn 2. maí 2023 13:30

Aubameyang og Arteta ræða málin / GettyImages

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Mikel Arteta vill að Pierre-Emerick Aubameyang fái hlýjar móttökur þegar hann snýr aftur á Emirates-leikvanginn í kvöld.

Arsenal tekur þá á móti Chelsea. Í röðum síðarnefnda liðsins er Aubameyang. Fyrir sextán mánuðum yfirgaf sóknarmaðurinn Arsenal á slæmum nótum og hélt til Barcelona.

Arteta hafði tekið fyrirliðabandið af Aubameyang og var samningi kappans að lokum rift.

Aubameyang hefur gengið herfilega hjá Chelsea á leiktíðinni, sem og liðinu öllu, og verið úti í kuldanum. Hann fékk þó að spila seinni hálfleikinn í síðasta leik undir stjórn Frank Lampard. Þá tapaði Chelsea gegn Brentford á heimavelli.

„Við skulum þakka honum fyrir, sýna virðingu og þakklæti fyrir það sem hann gerði fyrir okkur,“ segir Arteta.

„Hann var ótrúlegur fyrir okkur, skoraði mikið af mörkum og var fyrirliði okkar. Hann á skilið að fá góðar móttökur.

Arsenal á enn veika von um að verða Englandsmeistari. Liðið missti fyrsta sætið til Manchester City um helgina eftir slæmt gengi undanfarið. Stig skilur liðin að en City á leik til góða. Róðurinn er því orðinn þungur fyrir Skytturnar.

Chelsea hefur verið í algjöru rugli á tímabilinu og er um miðja deild.

Leikurinn hefst klukkan 19 í kvöld að íslenskum tíma.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Fer líklega ekki frá United af þessari ástæðu

Fer líklega ekki frá United af þessari ástæðu
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Fyrrum leikmaður Arsenal til Frakklands

Fyrrum leikmaður Arsenal til Frakklands
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Á leið í dönsku úrvalsdeildina fyrir sjö milljónir evra eftir langa dvöl á Englandi

Á leið í dönsku úrvalsdeildina fyrir sjö milljónir evra eftir langa dvöl á Englandi
433Sport
Í gær

Tjáir sig um alla þá gagnrýni sem hann hefur fengið í fjölmiðlum – Hélt framhjá eiginkonunni og eignaðist börn með annarri konu

Tjáir sig um alla þá gagnrýni sem hann hefur fengið í fjölmiðlum – Hélt framhjá eiginkonunni og eignaðist börn með annarri konu