fbpx
Miðvikudagur 09.júlí 2025
433Sport

Besta deild karla: Ótrúleg dramatík í Árbænum – Grátlegt fyrir Framara

Helgi Fannar Sigurðsson
Föstudaginn 28. apríl 2023 21:57

Mynd/Helgi VIðar

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það fór fram ótrúlegur fótboltaleikur í Bestu deild karla í kvöld þegar Breiðablik og Fram mættust.

Leikurinn fór fram á Wurth-vellinum í Árbæ. Verið er að skipta um gervigras á heimavelli Blika og því ekki hægt að spila þar.

Breiðablik réði lögum og lofum fyrsta hálftíma leiksins. Stefán Ingi Sigurðarson kom þeim yfir strax á 4. mínútu með flottum skalla eftir frábæra sendingu Gísla Eyjólfssonar.

Patrik Johannesen tvöfaldaði forystu Blika 20 mínútum síðar með marki úr vítateignum eftir flotta sókn. Skömmu síðar skoraði Stefán sitt annað mark. Staðan 3-0 og forskot Íslandsmeistaranna síst of stórt.

Skömmu fyrir hálfleik minnkaði Fram hins vegar muninn. Markið skoraði Guðmundur Magnússon eftir flotta sendingu Fred og gestirnir skyndilega komnir inn í leikinn.

Framarar komu mun sterkari inn í seinni hálfleik og skoruðu strax á 52. mínútu þegar Már Ægisson kom knettinum í netið.

Stefán Ingi skoraði hins vegar hinum megin strax í kjölfarið. Fullkomnaði þrennuna og kom Blikum í 4-2.

Framarar voru hins vegar hvergi nærri hættir. Fred minnkaði muninn í eitt mark á ný eftir rúman klukkutíma leik.

Á næstu mínútum virtust Blikar líklegri til að bæta við en Magnús Þórðarson jafnðai fyrir Framara eftir skyndisókn á 76. mínútu. Staðan orðin 4-4 í mögnuðum leik.

Það leit út fyrir að leikurinn væri að fjara út þegar Blikar fengu hornspyrnu á sjöttu mínútu uppbótartíma. Klæmint Olsen stangaði boltann í netið eftir hana og tryggði Íslandsmeisturunum 5-4 sigur.

Úrslitin þýða að Breiðablik er í öðru sæti deildarinnar með 6 stig eftir fjóra leiki. Fram er á botninum með 2 stig.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Lögreglan á Spáni tjáir sig um rannsókn málsins – „Bendir allt til þess að ökutækið hafi verið á töluvert meiri hraða en leyfður er“

Lögreglan á Spáni tjáir sig um rannsókn málsins – „Bendir allt til þess að ökutækið hafi verið á töluvert meiri hraða en leyfður er“
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Leita sér að nýju heimili til að byrja nýtt líf – Fær fyrirgefningu og útiloka ekki fimmta barnið

Leita sér að nýju heimili til að byrja nýtt líf – Fær fyrirgefningu og útiloka ekki fimmta barnið
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Staðfesta kaup á íslenska landsliðsmanninum – Kristian gerir fjögurra ára samning

Staðfesta kaup á íslenska landsliðsmanninum – Kristian gerir fjögurra ára samning
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Sandra um muninn: „Eitt af því sem einkennir okkur“

Sandra um muninn: „Eitt af því sem einkennir okkur“
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Elanga keyptur fyrir 55 milljónir

Elanga keyptur fyrir 55 milljónir
433Sport
Í gær

Palmer viðurkennir erfiðleika – ,,Hann er alltaf til staðar fyrir mig“

Palmer viðurkennir erfiðleika – ,,Hann er alltaf til staðar fyrir mig“
433Sport
Í gær

Messi og ‘lífvörðurinn’ mögulega sameinaðir

Messi og ‘lífvörðurinn’ mögulega sameinaðir
433Sport
Í gær

Margrét Lára ræðir vonbrigðin í Sviss – „Ég er alltof gömul til að tjá mig um þetta“

Margrét Lára ræðir vonbrigðin í Sviss – „Ég er alltof gömul til að tjá mig um þetta“