fbpx
Laugardagur 17.maí 2025
433Sport

Gylfi Þór er kominn heim til Íslands

Hörður Snævar Jónsson
Fimmtudaginn 20. apríl 2023 12:22

Gylfi Þór skoraði bæði mörkin í eina skiptið sem Ísland vann Úkraínu. Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Eftir tæplega tveggja ára farbann í Bretlandi er Gylfi Þór Sigurðsson kominn aftur til Íslands. Mál gegn honum var fellt niður í síðustu viku og var Gylfi þá frjáls ferða sína eftir tæplega 700 daga í farbanni.

Gylfi Þór yfirgaf Bretland um helgina og heimsótti fyrst fjölskyldumeðlimi í öðru landi. Hann kom svo til Íslands í gær en mál gegn honum var fellt niður á fimmtudag í síðustu viku, saksóknari taldi engar líkur á sakfellingu og felldi málið niður eftir langa rannsókn.

Gylfi Þór var handtekinn á heimili sínu í Manchester þann 16 júlí árið 2021, hann hélt ávallt fram sakleysi sínu og er nú laus allra mála. Var hann grunaður um kynferðisbrot.

Athletic fjallaði ítarlega um mál Gylfa á dögunum og segir að Gylfi hafi fyrst um sinn flutt úr húsinu sem hann bjó í og annað hús sem var í úthverfi Liverpool. Hann hafi svo tekið ákvörðun að flytja í úthverfi London. „Hann reyndi að takast á við stöðuna með því að láta lítið fyrir sér fara í stórborg,“ segir einnig.

Gylfi fagnar 34 ára afmæli sínu á þessu ári en hann hefur ekki spilað fótbolta í tæp tvö ár. Everton setti hann til hliðar þegar málið kom upp og hefur Gylfi.

Samningur hans við Everton rann svo út síðasta sumar. Óljóst er hvort Gylfi muni aftur spila fótbolta en lögmaður hans vonar að Gylfi taki skóna fram.

„Þetta er mjög langur tími sem hann hefur ekki getað spilað fótbolta. Í ljósi niðurstöðu málsins þá vona ég að hann geti fundið leiðina aftur inn í leikinn. Það er enginn ástæða fyrir því að hann ætti ekki að geta það,“ sagði Mark Haslam, lögmaður hans í viðtali við okkur um síðustu helgi.

Meira:
Mark Haslam, lögmaður Gylfa Þórs, ræðir málið í einkaviðtali – „Hann var bæði glaður og þetta var mikill léttir fyrir hann“

Haslam segir að málið hafi verið erfitt fyrir Gylfa að ganga í gegnum, hann hafi verið undir mjög miklu álagi. „Þetta mál hefur verið gríðarlega erfitt fyrir Gylfa enda hefur hann verið undir mikilli pressu á meðan þessu stóð. Þetta hefur verið mjög erfiður tími fyrir hann og fjölskylduna. Sá tími hefur verið gerður erfiðari með miklu af ónákvæmum upplýsingum sem gefnar voru fjölmiðlum og settar í loftið,“ sagði Haslam einnig.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Drátturinn í bikarnum: Slegist um stoltið í Kópavogi – Valur fer til Eyja

Drátturinn í bikarnum: Slegist um stoltið í Kópavogi – Valur fer til Eyja
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

City óttast að Wirtz fari til Bayern og eru klárir með annað skotmark

City óttast að Wirtz fari til Bayern og eru klárir með annað skotmark
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Nike eyðir út auglýsingu – Birtu óvart myndir af nýrri Chelsea treyju

Nike eyðir út auglýsingu – Birtu óvart myndir af nýrri Chelsea treyju
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Ryan Reynolds ætlar að taka upp heftið í sumar – Reynir að kaupa fyrirliða Fulham

Ryan Reynolds ætlar að taka upp heftið í sumar – Reynir að kaupa fyrirliða Fulham
433Sport
Í gær

Haaland hjólar í alla sína samherja fyrir tímabilið

Haaland hjólar í alla sína samherja fyrir tímabilið
433Sport
Í gær

Skandall í uppsiglingu – Stjarna og þrír aðrir sakaðir um að dreifa barnaklámi

Skandall í uppsiglingu – Stjarna og þrír aðrir sakaðir um að dreifa barnaklámi