fbpx
Laugardagur 23.ágúst 2025
433Sport

Arsene Wenger kokhraustur – „Þá verður auðveldara að vinna hana á næsta ári“

Helgi Fannar Sigurðsson
Miðvikudaginn 19. apríl 2023 19:34

GettyImages

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Arsene Wenger hefur enn tröllatrú á sínum mönnum í Arsenal á þessari leiktíð, þrátt fyrir að liðið hafi tapað stigum í tveimur leikjum í röð.

Arsenal er með fjögurra stiga forskot á toppi ensku úrvalsdeildarinnar. Manchester City, sem er í öðru sæti, á þó leik til góða.

Skytturnar hafa gert tvö jafntefli í röð, gegn Liverpool og West Ham. Í báðum leikjunum hafði liðið komist í 2-0.

Wenger telur hins vegar að Arsenal verði meistari. Frakkinn stýrði Arsenal í 22 ár og var við stjórnvölinn þegar liðið varð síðast Englandsmeistari vorið 2004.

„Þessir leikmenn hafa aldrei áður verið í þessari stöðu,“ segir Wenger um ungt lið Arsenal.

Þó hefur hann tröllatrú á þeim – og ekki bara á þessari leiktíð.

„Þeir munu vinna deildina í ár og þá verður auðveldara að vinna hana á næsta ári.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

England: Tottenham náði í frábæran sigur á Etihad

England: Tottenham náði í frábæran sigur á Etihad
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Stjóri Brentford um Wissa: ,,Hann skuldar mér“

Stjóri Brentford um Wissa: ,,Hann skuldar mér“
433Sport
Í gær

Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn

Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn
433Sport
Í gær

Sjáðu ótrúlegt mark í bikarúrslitunum

Sjáðu ótrúlegt mark í bikarúrslitunum