fbpx
Sunnudagur 24.ágúst 2025
433Sport

Sjáðu myndbandið: Viðbrögð Klopp vöktu mikla athygli í ljósi stöðunnar

Helgi Fannar Sigurðsson
Þriðjudaginn 18. apríl 2023 08:03

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Liverpool valtaði yfir Leeds í ensku úrvalsdeildinni í gær. Stjóri liðsins, Jurgen Klopp, var í stuði á hliðarlínunni.

Cody Gakpo kom Liverpool í 1-0 áður en Mo Salah kom Liverpool í 2-0. Með markinu hafði Salah skorað 106 mörk með vinstri fæti í ensku deildinni, sem er met.

Luis Sinisterra kom gestunum inn í leikinn í upphafi fyrri hálfleik en Ibrahima Konate gerði þá far slæm mistök í vörninni.

Stuðningsmenn Leeds fengu von en hún lifði ekki lengi því Diogo Jota kom Liverpool í 3-1 og skömmu síðar skoraði Mo Salah sitt annað mark.

Diogo Jota bætti svo við fimmta markinu en hann hafði ekki skorað í eitt ár í ensku úrvalsdeildinni fyrir kvöldið. Darwin Nunez sem kom inn sem varamaður bætti við sjötta markinu og innsiglaði frábæran sigur Liverpool.

Það var í blálok leiksins sem Jurgen Klopp var ansi heillaður af pressu sinna manna þrátt fyrir að vera að rústa leiknum.

Vakti þetta mikla lukku og hefur myndband af þessu verið í dreifingu á samfélagsmiðlum.

Myndbandið er hér að neðan.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

England: Tottenham náði í frábæran sigur á Etihad

England: Tottenham náði í frábæran sigur á Etihad
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Stjóri Brentford um Wissa: ,,Hann skuldar mér“

Stjóri Brentford um Wissa: ,,Hann skuldar mér“
433Sport
Í gær

Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn

Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn
433Sport
Í gær

Sjáðu ótrúlegt mark í bikarúrslitunum

Sjáðu ótrúlegt mark í bikarúrslitunum