Það gæti farið svo að Joao Felix verði áfram í herbúðum Chelsea, þar sem hann er á láni nú frá Atletico Madrid.
Portúgalinn er einmitt staddur í Madríd sem stendur, þar sem Chelsea mætir Real Madrid í fyrri leik liðanna í 8-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu í kvöld.
Felix var spurður út í framtíð sína. „Ég er með samning (við Atletico),“ sagði kappinn.
Sóknarmaðurinn ungi hefur verið hjá Atletico Madrid síðan 2019 en hefur ekki alveg staðið undir þeim háa verðmiða sem hann var keyptur á.
Chelsea sér hann hins vegar sem hluta af langtímaáætlunum sínum og getur hugsað sér að kaupa hann.
Talið er að viðræður muni eiga sér stað um hugsanleg kaup Chelsea á Felix eftir tímabilið.
João Félix when asked about his return to Atlético Madrid by @elchiringuitotv in Madrid today: “I’ve a contract”, he said as loan deal to Chelsea doesn’t include any buy option. 🇵🇹 #CFC
…but Chelsea hope to keep João as part of long term project. Talks expected in May/June. pic.twitter.com/M8TsjnBlur
— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) April 12, 2023