fbpx
Mánudagur 15.desember 2025
433Sport

Drátturinn í bikarnum: Aðeins einn efstu deildar slagur – Valur fékk lið úr fimmtu deild

Hörður Snævar Jónsson
Þriðjudaginn 11. apríl 2023 12:24

Mynd: Anton Brink

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Dregið var í 32 liða úrslit bikarsins nú rétt í þessu en það verður hart barist þegar Stjarnan og ÍBV eigast við í leik liða úr efstu deild.

Njarðvík tekur á móti KFA en Mikael Nikulásson fyrrum þjálfari Njarðvíkur tók við KFA í vetur.

KA fékk auðveldan drátt en Uppsveitir úr 4 deild fara norður. Bikarmeistarar Víkings ættu að fljúga áfram en Magni kemur í heimsókn í Fossvoginn. Valur mætir svo RB úr fimmtu deild en liðið kemur úr Reykjanesbæ.

Það kemur í ljós í kvöld hvort Breiðablik mæti Fjölni eða KRÍU en liðin eigast við í kvöld og miði í 32 liða úrslit er í boði.

Drátturinn er í heild hér að neðan.

Drátturinn:
Grindavík – Dalvík/Reynir
HK – KFG
Víkingur R – Magni
Kári – Þór Akureyri
Sindri- Fylkir
KA – Uppsveitir
Njarðvík – KFA
Fram – Þróttur R
KR – Þróttur Vogum
Grótta – KH
Stjarnan – ÍBV
Keflavík – ÍA
Leiknir – Selfoss
Ægir – FH
Fjölnir/Kría – Breiðablik
Valur – RB

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Í gær

Segist hafa fundið fyrir mikilli pressu eftir áhuga United í sumar

Segist hafa fundið fyrir mikilli pressu eftir áhuga United í sumar
433Sport
Í gær

Vilja kaupa sóknarmann Tottenham í janúar

Vilja kaupa sóknarmann Tottenham í janúar
433Sport
Fyrir 2 dögum

Kemur Gyokeres til varnar

Kemur Gyokeres til varnar
433Sport
Fyrir 2 dögum

Albert uppljóstrar um nöfn stórliða sem drógu sig úr viðræðum við hann eftir að kærumálið kom upp

Albert uppljóstrar um nöfn stórliða sem drógu sig úr viðræðum við hann eftir að kærumálið kom upp
433Sport
Fyrir 2 dögum
Salah snýr aftur