fbpx
Þriðjudagur 21.október 2025
433Sport

Varð heimsfrægur á einu kvöldi fyrir að sparka í stórstjörnu – Moldríkur í dag og vann með Floyd Mayweather

433
Sunnudaginn 2. apríl 2023 14:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það eru einhverjir sem muna eftir nafninu Charlie Morgan en hann varð frægur á einu kv0ldi árið 2013.

Morgan var 17 ára gamall á þessum tíma en hann komst í fréttirnar eftir að hafa starfað sem boltastrákur fyrir Swansea.

Swansea lék við Chelsea í enska deildabikarnum er stórstjarnan Eden Hazard, hjá Chelsea, fékk rautt spjald.

Hazard fékk rautt spjald fyrir að sparka í boltastrákinn, Morgan, sem reyndi að tefja leikinn með því að leggjast á boltann.

Morgan hefur síðan þá gert frábæra hluti í sínu lífi en hann er virði 40 milljónir punda í dag.

Morgan ákvað að stofna fyrirtækið Au Vodka árið 2016 með vini sínum Jackson Quinn og í desember 2019 seldu þeir til að mynda tíu þúsund flöskur á einum mánuði.

Margar stórstjörnur hafa auglýst fyrirtækið og má nefna fyrrum knattspyrnumanninn Ronaldinho og fyrrum boxarann Floyd Mayweather.

Au Vodka framleiðir 35 þúsund flöskur á hverjum einasta degi og hefur fyrirtækið náð hæstu hæðum undanfarin tvö ár.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Í gær

Uppljóstrar því hvaða veikleika Amorim vildi keyra á hjá Liverpool

Uppljóstrar því hvaða veikleika Amorim vildi keyra á hjá Liverpool
433Sport
Í gær

ÞÞÞ valinn bestur í þriðja sinn

ÞÞÞ valinn bestur í þriðja sinn