Það eru einhverjir sem muna eftir nafninu Charlie Morgan en hann varð frægur á einu kv0ldi árið 2013.
Morgan var 17 ára gamall á þessum tíma en hann komst í fréttirnar eftir að hafa starfað sem boltastrákur fyrir Swansea.
Swansea lék við Chelsea í enska deildabikarnum er stórstjarnan Eden Hazard, hjá Chelsea, fékk rautt spjald.
Hazard fékk rautt spjald fyrir að sparka í boltastrákinn, Morgan, sem reyndi að tefja leikinn með því að leggjast á boltann.
Morgan hefur síðan þá gert frábæra hluti í sínu lífi en hann er virði 40 milljónir punda í dag.
Morgan ákvað að stofna fyrirtækið Au Vodka árið 2016 með vini sínum Jackson Quinn og í desember 2019 seldu þeir til að mynda tíu þúsund flöskur á einum mánuði.
Margar stórstjörnur hafa auglýst fyrirtækið og má nefna fyrrum knattspyrnumanninn Ronaldinho og fyrrum boxarann Floyd Mayweather.
Au Vodka framleiðir 35 þúsund flöskur á hverjum einasta degi og hefur fyrirtækið náð hæstu hæðum undanfarin tvö ár.