fbpx
Miðvikudagur 02.júlí 2025
433Sport

Sjáðu ótrúlegt atvik: Sænski landsliðsþjálfarinn hellti úr skálum reiði sinnar yfir sérfræðinga í setti – Rauk svo úr viðtalinu

Aron Guðmundsson
Þriðjudaginn 28. mars 2023 07:14

Janne svaraði Bojan af fullum krafti / Mynd: Skjáskot

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Talið er að dagar Janne Andersson sem landsliðsþjálfari sænska karlalandsliðsins í knattspyrnu séu senn taldir eftir að hann missti stjórn á skapi sínu í beinni útsendingu eftir 5-0 sigur í gær og endaði á því að rjúka úr viðtali.

Svíþjóð vann sannfærandi 5-0 sigur á Azerbaíjan í undankeppni EM 2024 í gærkvöldi en eftir leik var sigurvíman fljót að renna af téðum Janne.

Bojan Djordjic, fyrrum leikmaður Manchester United, ásamt öðrum sérfræðingum Viaplay, fékk Janne til sín í sett eftir umræddan landsleik og vildi Bojan fá svör við spurningum tengdum vali Janne á fyrirliða liðsins sem og litlum spilatíma Jesper karlsson.

Það var þá sem allt sauð upp úr líkt og sjá má hér fyrir neðan:

,,Þú ert bara að tala einhverja vitleysu eftir að við vorum að vinna leik 5-0,“ svaraði Janne eftir nokkur orðaskipti við Bojan. ,,Takk fyrir í dag, sé ykkur seinna,“ sagði Janne síðan og labbaði úr viðtalinu.

Í viðtali við annan fjölmiðil eftir þessa skrýtnu uppákomu segist Janne hafa þurft að grípa til varna.

,,Þarna var umsjónarmaður og þrír sérfræðingar, í svoleiðis stöðu þarf ég að verja mig. Þetta eru erfiðar aðstæður, ég er manneskja með tilfinnningar. Ég varð pirraður þarna,“ sagði Janne.

Mynband af uppákomunni má sjá hér fyrir neðan:

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Fyrrum undrabarn leggur skóna á hilluna 28 ára gamall

Fyrrum undrabarn leggur skóna á hilluna 28 ára gamall
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Þarf að bíða með að fá starfið sem hann hefur beðið eftir – Allt í rugli hjá eigandanum

Þarf að bíða með að fá starfið sem hann hefur beðið eftir – Allt í rugli hjá eigandanum
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Útilokar ekki að Mbeumo verði áfram hjá Brentford

Útilokar ekki að Mbeumo verði áfram hjá Brentford
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Þorsteinn spurður út í háværar sögusagnir

Þorsteinn spurður út í háværar sögusagnir
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Messi sagður vera á förum

Messi sagður vera á förum
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Þjálfari Finna ræddi hætturnar í liði Íslands og nefndi Sveindísi sérstaklega

Þjálfari Finna ræddi hætturnar í liði Íslands og nefndi Sveindísi sérstaklega
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Arsenal staðfestir kaupin á Kepa frá Chelsea

Arsenal staðfestir kaupin á Kepa frá Chelsea
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Selfoss staðfestir komu Jóns Daða

Selfoss staðfestir komu Jóns Daða
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Hvernig stillir Þorsteinn upp á morgun? – Þrjár útgáfur af mögulegu byrjunarliði

Hvernig stillir Þorsteinn upp á morgun? – Þrjár útgáfur af mögulegu byrjunarliði